hjálp!

Nú verð ég að hryggja ykkur kæru lesendur þar sem þessi færsla mun ekki innihalda annan hluta ferðasögunnar miku norður yfir heiðar. Nei, nú verð ég að biðja ykkur um allsvakalega aðstoð þar sem ég var búinn að steingleyma að ég hafði skráð mig til þátttöku í Ljósári – árbók áhugaljósmyndara á Íslandi. En þannig standa nú mál að ég á að vera búinn að velja mér 2 myndir til að setja í þessa blessuðu bók en hef ekki enn náð að ákveða mig, þess vegna bið ég ykkur vinsamlegast að hendast inn á flickR síðuna mína og skoða kvikindin sem ég er búinn að setja þangað. Ætla mér að henda fleirum þangað inn í kvöld til að fá meira úrval en ég er svona nokkurnveginn kominn með allavega eina mynd sem ég ætla mér að setja. Ætla ekki að segja hvaða mynd það er heldur vil ég fá sem flestar ábendingar frá ykkur! Það er nokkuð sem þarf að hafa í huga þar sem þetta verða 2 myndir hlið við hlið (semsagt ein opna í bókinni):

  • Myndirnar verða að “passa saman” (ekki t.d. mynd af rós og svo mynd af flugvél)
  • Myndirnar verða að hafa svipað litaþema
  • Svarthvítt og litur passa ekki saman (ekki það að ég sé með svarthvítar myndir =)

Endilega skoðiði myndirnar og komiði með tillögur! Helst 2 eða bara eina ef þið finnið enga aðra.. =)
Með fyrirfram þökk!
Einir hinn örvæntingafulli…