ég hata chelsea…

Í kvöld bættist í safnið enn ein ástæðan til að hata Chelsea. Þannig var nú mál með vexti að elskulegur faðir minn bað mig að vinna fyrir sig í Ísjakanum í dag í nokkrar mínútur á meðan hann þurfti að skreppa. Ég gerði það með glöðu geði auðvitað og þar sem lítið var að gera fór ég að fletta þarna Lengjubæklingnum frá 1×2. Og eftir að hafa skoðað hann svolítið og séð að í dag var umferð í Meistaradeildinni ákvað minn að tippa á eins og nokkra leiki, minnugur frækinni sögu á fotbolti.net þar sem einn heppinn djöfull vann rúman 200 þúsund kjell á 3 seðlum. Ég tippaði á 2 seðla og lagði 1000 kall undir á 3 leiki sem færðu mér stuðulinn 15 og svo 2000 kall undir á 6 leiki sem færðu mér stuðulinn 35. Eins og flestir sjá hefðu þessir 2 seðlar fært mér 85.000 kjell beint í vasann…

Án þess að fara neitt nánar út í það hvaða leikir voru á hverjum seðli er nóg að segja frá því að á báðum seðlum er leikurinn Chelsea- Barcelona þar sem ég set að sjálfsögðu 2 fullviss um að Eiður muni slátra þriðja markmanninum hjá Chelsea. En auuuuuuuuðvitað, eins og sannkölluð ‘himnasending’ skorar ógeðið hann Drogba og gerir út um þá vonir mínar að geta bara hætt í skóla og að vinna og lifað af getraunapeningnum… En það var allavega eitt sem ég græddi af þessu, og það var aukakall í leiknum “Lærðu að hata Chelsea”

Hæfæv fyrir því *5*

P.s. Takk allir kææææærlega fyrir komment á myndirnar hérna fyrir neðan! Mikil og góð hjálp í ykkur (nema þið séuð Chelsea aðdáendur)