skólafjör…

Jæja þá er stundataflan komin í hús. Ég ákvað að skipta yfir á Félagsfræðibraut, en ég var á Náttúrufræðibraut þegar ég byrjaði í skóla. Er reyndar á báðum áttum núna en ætla að skoða þetta allt saman betur með Helgu Kristínu á morgun. Stundataflan lítur bara ágætlega út, vantar samt eitthvað eitt fag til að fylla upp í leiðindagöt. Verð þá væntanlega með 19 einingar, svo nú tekur bara við upprifjun á því að vera í skóla 😀 En þetta leggst samt bara vel í mig. Á enn eftir að heyra með vinnuna hjá Sigþóru í Féló, þótt Arndís sé nú eiginlega bara búin að ákveða að ég verði þarna með henni í sumar… vona innilega að maður fái vinnu þarna, það yrði bara snilld! 🙂

Annars er lítið að frétta. Maður er bara að klára að undirbúa sig fyrir skólann, kaupa blöð, penna og allt auk þess sem maður þarf að taka aðeins til í ferðavélinni og gera hana klára undir skólann. Þetta er allt saman farið að taka á sig mynd og er ég bara kominn með þetta fína herbergi hérna uppi í gistingu hjá gamla settinu 🙂

Fór út á sjó að veiða með Árna Óla, Gaua og Bjarna í góða veðrinu í gær og tók þar nokkrar myndir. Ætla að henda Photoshop inn á þessa vél og klára myndirnar svo. Reikna með að henda nokkrum myndum inn á flickR-ið í kvöld.

Þangað til næst…