eyjan mín fagra…

Já nú er búið að vera mikið að gerast síðastliðna daga. Ég er fluttur til Eyja og hef ákveðið að klára það sem ég byrjaði á 16 ára gamall og þá af engum áhuga, já ég er að tala um stúdentinn. Ég skráði mig í FÍV í vikunni og sótti um vinnu í Féló með skólanum, vonandi að ég fái hana bara. Þetta er búið að ske allt saman mjög hratt en ég er bara sáttur við að vera kominn heim á eyjuna fögru. Hótel mamma klikkar náttúrulega aldrei og auðvitað allir vinirnir… þetta er bara geggjað.

Ég sé fram á skemmtilegan vetur í FÍV þar sem ég og Arndís munum verða mamman og pabbinn þarna, en þess má til gamans geta að Ingólfur bróðir verður einmitt vígður inn í FÍV á þessari önn með tilheyrandi busaveseni… Það verður gaman að sjá 🙂 Annars hefur maður bara verið að taka því rólega í vikunni og var ég einmitt að klára að horfa á 2 spólur með Arndísi og Ólöfu. Eða reyndar horfðu þær með mér á fyrstu og ég horfði einn á hina þar sem þær steinsváfu… félagar… 😀

Búinn að fara svolítið út í góða veðrinu sem er búið að vera hér og taka myndir. Fór upp á Há í dag og tók nokkrar myndir og ætla að deila hérna nokkrum með ykkur:

Maður á eftir að gera meira af þessu… það er alveg bókað, enda eru Vestmannaeyjar gullkista fyrir ljósmyndara. Og fyrst ég er nú að þessu á annað borð er kannski kominn tími til að henda inn link á myndasafnið sem ég er að koma mér upp á netinu sem áhugaljósmyndari. Hann verður hérna til hægri en síðuna er að finna hér. Endilega skoðið myndirnar og segið hvað ykkur finnst 😉

Jæja, ég er farinn að sofa í hausinn á mér!