nýja þjóðhátíðarlagið…

Eruði að grínast með þessa hörmung? Ég var bara frekar sáttur þegar ég heyrði að Maggi Eiríks myndi sjá um lagið í ár og beið með eftirvæntingu þar sem það átti að frumflytja lagið í dag. En guð minn góður… við skulum byrja á því að lagið byrjar eins og einhver ‘slagarinn’ með Ace of Base með tilheyrandi ‘skemmtara undirspili’. Svo kem ég ekki alveg fyrir mig hver þetta er sem er að syngja, einhver stelpa allavega. Það vantar alveg þessa Þjóðhátíðarstemmningu í lagið sem ég verð að viðurkenna að Hreimur á ekki í neinum vandræðum með að ná í sínum lögum. Mér finnst þetta lag allavega vera bara eitthvað miðlungs sumarpopp með þjóðhátíðartexta. Hvað finnst ykkur? Ef þið eruð ekki búin að heyra lagið, er það að finna hér.

En auðvitað lætur maður svona lagað ekki draga sig eitthvað niður, heldur skellir bara Í dalnum disknum í tækið og á rípít þangað til maður skellir sér til Eyja, miðvikudaginn fyrir Þjóðhátíð… Yeah!

Update: Var að fá fregnir af því að þetta sé EKKI hið rétta Þjóðhátíðarlag, enda er ekki mikill Magga Eiríks bragur yfir þessu. Mikið ætla ég að vona að þetta sé rétt!

Ef þetta er ekki þjóðari...!