ljósmyndarinn ég…

Ég tók mig til og verslaði mér eitt stk. Canon EOS 350D myndavél í fríhöfninni þegar við Bergdís skelltum okkur í vikuferð til Köben í ásamt og í boði tengdó. Þetta hefur alltaf verið gamall draumur að kaupa mér svona alvöru myndavél og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa keypt hana. Ég er búinn að vera að taka myndir síðan ég fékk vélina í hendurnar, eða kannski síðan ég fékk linsuna í hendurnar… þar sem ég keypti ekki standard linsuna með vélinni af því Þórhallur bróðir ætlar að vera svo góður að senda mér sína, sem hann er hættur að nota 😉 Tók einmitt myndavélina með mér í brúðkaupið hjá Tómasi Inga frænda til að prófa hvernig fílingurinn er og náði nokkrum góðum myndum þar. Svo er maður auðvitað búinn að vera að lesa sig til hér og þar um hinar og þessar stillingar sem svona myndavélar bjóða upp á til að bæta gæði myndanna og hvernig maður vinnur með lýsingu og fleira og fleira. Langar að láta fylgja nokkrar myndir sem ég hef tekið á vélina hér og þar… lítið búinn að vinna með þær nema þá helst til að skerpa þær í Photoshop og skella einhverju í svarthvítt. Endilega komið með komment á kvikindin svona bara til að koma smá lífi í þessa síðu 😀