hjól & mæspeis…

Ég og Bergdís höfum ákveðið að kaupa okkur hjól fyrir sumarið, og auðvitað í Byko 😉 Mig hefur lengi lengi langað að kaupa mér hjól eftir að ég týndi krómaða Daewoo hjólinu sem ég átti þegar ég var í 10. bekk eða eitthvað. Það er svo gaman að hjóla… sérstaklega þegar maður býr í Eyjum, veit ekki alveg hvernig þetta verður hérna í Kópavoginum. Held það jafnist ekkert á við Eyjarnar hvað náttúruna varðar. Undurfögur og ekki þarftu nú að hjóla langt til að komast í kynni við hana. Bergdís segir samt að það sé nóg að skoða hérna í Kópavoginum… ég á nú eftir að sjá það, mér finnst eins og það sé verið að reisa blokkir og hús á hverjum einasta fermetra á höfuðborgarsvæðinu! Ef allt bregst hjólum við bara útá Þingvelli… 😀
Já og hvað er málið með þetta MySpace… maður er í mestu makindum að MSNast og skoða heimasíður þegar ónefnd Ólöf poppar upp á MSN og spyr hvort ég sé ekki kominn með mæspeis… Ég svona “Nei… er það eitthvað að gera sig?” og þá fær maður bara “OMG, þú getur alveg eins bara verið dauður og að vera ekki með mæspeis!” Svo nú er ég kominn með Myspace síðu, kann ekki rassgat á þetta og er ennþá að fatta hvernig þetta virkar… tók einhvern rúnt og nældi mér í vini hér og þar… eða sko, þau eiga eftir að samþykkja að vilja vera vinir mínir… Eins og er á ég 3 vini 😀 Ef þú ert með svona síðu máttu endilega adda mér í vinalistann þinn… maður er víst ekkert kúl ef maður á undir 30 vini :-/ Maður kann ekkert að breyta lúkkinu eða neitt, spurning hvort þetta sé eitthvað sem maður tollir í 😛

En já, ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Mamma og pabbi er komin í bæinn og verða hér fram á sunnudag svo ég sé fram á bíóhelgi og fínerí 😉