gleðilegt sumar – eða eitthvað…

Já það er komið sumar, allavega samkvæmt dagatalinu. Það hefur þónokkuð á daga mína drifið síðan síðast, enda töluverður tími síðan ég bloggaði og tel ég það nú orðið svart þegar fólk eins og Gulla og Andri tvíburi eru farin að reka á eftir manni í blogginu 😀
En já, ég skellti mér á dEUS tónleika uuuu… já einhverntíman í byrjun apríl. Þeir voru á Nasa en það var alveg hrúga af liði sem kom á þessa tónleika frá Eyjum. Hitti þarna Árna Óla & Arndísi ásamt fleiru fríðu fólki. Ég verð að játa að ég hef ekki farið á tónleika með bandi sem ég veit jafn lítið um og dEUS, enda hlustaði ég bara á gömlu vinsælustu lögin með þeim ‘in the old days’. Hins vegar var hún Olga svo elskuleg að senda mér nokkur lög af nýja disknum þeirra sem voru líka bara svona þrusugóð að ég ákvað að skella mér á tónleikana og sé akkúrat ekki rass eftir því. Þvílíkt þéttir og bara snilldar band á tónleikum! Vissi ekki hvert þakið á húsinu ætlaði þegar þeir tóku Suds&Soda.

Nóg um það… Ég og Bergdís skelltum okkur til Eyja í Páskafríinu og höfðum það bara gott. Alltaf gaman að kíkja við á hótel mömmu við og við 😉 Fór á tónleika á Prófastinum þar sem strákarnir í Memphis komu fram ásamt The Foreign Monkeys, Andrúm & einhverju bandi sem ég man ekki hvað heitir… og auðvitað hún Arndís sæta 🙂 Þrusuflottir tónleikar sem Árni og félagar í Span sáu um. Svo eftir tónleikana tókum ég og Siggi bróðir ‘smá tjútt’ sem endaði með því að við ætluðum sko í heitan pott… sama hvað það kostaði 😀

Og nú er bara komin enn ein helgin og kannski kominn tími á róóóólega helgi… ég held það bara svei mér þá. Pabbi er í bænum og fórum við Bergdís með honum í bíó áðan á myndina V for Vendetta. Svona öðruvísi mynd en mér fannst hún alveg mögnuð, enda alltaf þótt mikið varið í Natalie Portman… 😛 Svo er það bara vinna kl 10 í fyrramálið, eða á eftir réttara sagt, svo það er kannski kominn tími til að koma sér í háttinn. Bið að heilsa ykkur fallega fólkinu sem nennir að lesa þetta raus í mér…

Þangað til næst…
Jackið lifir...