er ekki í lagi…

Þetta finnst mér gjörsamlega eitt það heimskulegasta og tilgangslausasta sem fólk getur tekið upp á að gera. Ok, ég veit að stundum hafði maður lítið að gera þegar ég bjó í Eyjum en kommon?! “Vá hvað mér leiðist… jæja, best að skjótast niðrá Skans og brjóta nokkur ljós eða skemma eitthvað annað…” Hálfvitar. Skanssvæðið er eitthvað best heppnaða svæði sem tekið hefur verið í gegn í Vestmannaeyjum. Hvað í fandanum fá þessi fífl út úr því að skemma það? Maður skilur þetta ekki alveg…
En að allt öðru. Djöfull er ég ánægður hvað þeir í Google eru duglegir að ranka heimasíðuna mína ofarlega á lista hjá sér yfir fáránlegustu leitarorð. Sá í síðustu tilvísanir um daginn að einhver hefur rekist inn á síðuna hjá mér eftir að hafa slegið inn leitarorðið “piparstaukar”. Tékkaði svo á því á Google og viti menn, síðan mín er í 3 sæti ef þú leitar að þessu hjá þeim 😀 Og það út af því að Thelma Ýr minntist á það í commenti fyrir ári og öldum að í einhverju partýi hjá sér í Grindavík hafa horfið tannburstar, piparstaukar ofl… hehe, get nú ekki annað en hlegið að þessu… já ég veit, það þarf ekki mikið til að skemmta minni litlu sál 😉

En ég ætla að fara að koma mér í rúmið, er nýkominn heim eftir langan vinnudag og svo vinna 8 í fyrramálið… Maður er orðinn alveg vel þreyttur, góða nótt fólk