enn ein helgin búin…

Jæja kominn tími á að maður hendi inn nokkrum línum. Nóg hefur nú drifið á daga manns síðan síðast. Jú ég fór til Eyja í afmæli til Gaua sem hann hélt á Conero. Við mættum með seinni Herjólfi á föstudagskvöld og það var ekki að spurja að því að maður var kominn í bjórinn stuttu seinna 😉 Endaði á þessu svakalega djammi sem við slúttuðum um kl 8 heima hjá Árna Óla… 😀
Svo kom laugardagurinn og fylgdi honum nokkur kíló af þynnku. Fórum í afmælið til Gaua á Conero sem var bara helvíti fínt. Kósí stemmning, pool og gott spjall við fólkið. Alltof langt síðan maður var þarna síðast. Var þarna síðast um áramótin… maður á minnst að fara þarna einu sinni í mánuði. Var nú kominn heim heldur fyrr en daginn áður sem var eiginlega bara fínt… Herjólfur daginn eftir í þynnkunni sem er nú ekki uppáhaldið. Vill nota tækifærið og þakka mínum frábæru vinum og kunningjum fyrir frábæra helgi og vonandi að maður komist sem fyrst aftur til Eyja 😉

Þessi helgi var svo tekin með rólegum föstudegi, vinna á laugardeginum & svo kíktum við Bergdís yfir til Berglindar systur hennar og Elvars í smá Catan spilerí. Ég fékk mér nokkra bjóra yfir spilinu, sem ég verð víst að taka fram að Bergdís vann, og var svo haldið niður í bæ að hitta Stebba. Fórum svo í bæinn þar sem Stebbi varð frekar skrautlegur svo ekki sé minna sagt… 😀 Hitti Önnu Dúnu frænku á Hressó… alltaf gaman að hitta ættingjana á djamminu 😉

Í næstu viku verður elsku mamma mín fimmtug og ætlum við að skella okkur í bústað saman. Þetta verður öruggleg algjör snilld, enda ekki við öðru að búast þegar svona snillingar koma saman á einum stað… 🙂 En ég ætla að kalla þetta gott og fara að horfa á 24.
Bið að heilsa ykkur…