vesen & veikindi…

Jæja þá er síðan komin aftur upp eftir að hafa legið niðri mestmegnið af gærdeginum. Það kom í ljós að þeir sem ég hýsi síðuna hjá höfðu lokað á hana vegna þess að ég var kominn yfir leyfilegt gagnamagn á vefþjóninum, sem er 3GB. Þetta stóðst engan veginn miðað við það að ég er með um 500MB af myndum og svo bara bloggið á þjóninum, og varla er það 2,5 gígabæt… þótt ég tali nú mikið hérna… 😀

En jájá, Bergdísin mín bara lasin og búin að vera það síðan á föstudaginn. Er með eitthvað afbrigði af hettusótt víst, sem er mjög merkilegt þar sem hún fór nú í sprautu þegar hún var lítil. Kom í ljós að mótefnið var ekki nógu mikið hjá henni og voru læknarnir frekar spenntir að fá út úr blóðprufunum og sjá hvort það þyrfti að kalla fólk inn í aðra sprautu sem voru sprautaðir á sama tíma og hún…

Annars er nú mest lítið um að vera hjá manni. Verður reyndar fótboltamót Byko núna um helgina þar sem við starfsmenn Vöruhúss ætlum að sjálfsögðu að mala þetta… ef ekki í fótboltanum sjálfum þá í bjórdrykkju… 😀 Svo fer maður auðvitað í bæinn og gerir allt vitlaust

Svo eitt í viðbót. Er búinn að opna heimasíðu ’83 árgangsins og er hún öll að koma til. Vantar að vísu eiginlega allt á hana 😀 Lookið komið og nokkrir linkar, fer í að safna linkum á heimasíður okkar ’83 manna eins og vitleysingur og þið megið endilega hjálpa. Vantar bara gestabók og myndasafnið, og ef ykkur finnst vanta meira endilega látið vita í komment 😉

En best að koma sér aftur að vinna