helgin nálgast…

Það er ekki við öðru að búast þegar íslenska landsliðið í handbolta er annars vegar að þeir fá mann alltaf til að hafa trú á sér til að byrja með og krapa svo duglega í buxurnar þegar lengra dregur í keppninni. Og auðvitað þurftu þeir að tapa með 3 mörkum á móti frændum okkar í Noregi og Strand með 19 helvítis mörk… hvað er málið? Þetta er alveg óþolandi… En maður gerir sig nú samt sekann um að búast alltaf við of miklu af þessu liði… svona eins og þetta ‘hljóti að ganga í þetta skiptið’
En nóg um það… helgin nálgast og ekkert nema gott um það að segja. Gísli Stefáns ætlar að halda lítið teiti á laugardaginn þar sem stráksi var nú að nálgast þrítugsaldurinn enn meir… orðinn 22 ára peyjinn 😉 maður verður nú léttur þá… Verð rólegur á morgun þar sem ég fer í vinnu á laugardagsmorgun… svo er það bara Eyjar þarnæstu helgi. Siggi bróðir er víst búinn að fá íbúðina og er að flytja inn örugglega bara as I write… Ætli hann haldi ekki smá innflutningsteiti þá helgi og svo sagði Stefán mér að síðasta ballið í Höllinni í langann tíma verði þarnæstu helgi, þar sem Greifarnir koma til með að trylla lýðinn. Spurning hvort maður reyni ekki að komast með fyrri ferðinni.

Annars ætla ég að kalla þetta gott og biðja ykkur sem ekki eruð búin að skrifa í gestabókina að skrifa það… já, þessi sama gamla klisja 😉 en maður er nú svolítið forvitinn um hverjir eru að skoða síðuna 😀
Chao!

PS. Heimasíða ’83 árgangsins fer að líta dagsins ljós, en þá ættum við að geta farið að skapa almennilegar umræður um þetta árgangsmót sem verður á næsta ári 😉