hvað er málið…

Það er nú ekki oft sem það skeður að ég sitji heima á föstudagskveldi uppi í rúmi og hafi það gott. Nei, yfirleitt er maður nú úti á lífinu í góðra vina hópi að skemmta sér og öðrum. En kvöldið í kvöld er ein af þessum fáu undantekningum. Við skötuhjúin ákváðum að taka því bara rólega í kvöld og vera heima, horfa á sjónvarpið og hanga aðeins í tölvunni… Og þar kem ég að kjarna málsins. Hvað er eiginlega málið með sjónvarpsdagskrá á Íslandi á föstudagskvöldi? Það er nákvæmlega ekkert í þessu blessaða sjónvarpi sem vert er að horfa á. Hvað varð um bíómyndirnar sem Stöð 2 var með á föstudagskvöldum? Núna er bara endursýningar á þáttum vikunna á skjá einum, einhver HÖRMUNGAR mynd á stöð 2, stöð 1 náttúrulega bara söm við sitt og sýnir beint frá Alþingi… þótt þingmenn sofi værum blundi og svo mætti lengi telja. Þetta er náttúrulega bara til háborinnar skammar og ekki mönnum bjóðandi. Þetta er kannski búið að vera svona lengi en ég allavega er fyrst að taka eftir þessu núna. Kannski vegna þess að ég horfi lítið sem ekkert á sjónvarp… og þá sérstaklega um helgar 😉
Ég varð því miður að hætta við Eyjaferðina þessa helgi og fresta henni um 2 vikur 🙁 Já frekar súrt þar sem ég heyrði í nokkrum í Eyjum og er víst alveg hellingur að gerast þessa helgi. Afmælispartý og ég veit ekki hvað og hvað. En það þarf svo sem enga svoleiðis afsökun til að skella sér á tjúttið í Vestmannaeyjum. Maður stígur upp úr Herjólfi á föstudegi og áður en maður veit af situr maður inná Johnsen bar með félögunum að teiga einn kaldan 😀 En svoleiðis á það líka að vera 😉

Heyriði já! Siggi bróðir var að eignast sína fyrstu íbúð, en hann var að kaupa íbúðina af Einari Jóhanni og Erlu Ásmunds og vil ég bara óska kallinum til hamingju með hana. Lét mig einmitt vita að hann fengi hana jafnvel afhenta í næstu viku og að ég væri á leiðinni að hjálpa honum að flytja… hvernig svo sem ég fer að því 🙂 En allavega hlakka ég mikið til að koma til Eyja og sjá hann Sigurð ‘litla’ bró með sína eigin íbúð til að hugsa um og enga mömmu til að þvo af sér og þrífa… en ég hugsa að hann tækli þetta alveg kallinn 😉 Til hamingju brósi!

Ætla að kalla þetta bara helvíti gott í kvöld og kannski fara að koma mér í háttinn. Bið að heilsa.