kominn heim í heiðardalinn…

Þessi Lundúnaferð var í einu orði sagt algjör-argasta-snilld. Maður er örlítið þreyttur eftir allt þetta blessaða labb… eltandi Bergdísi inn í hverja búðina á fætur annarri… Nei ég segi svona. Við vorum bæði mjög dugleg í að versla, bæði á okkur og jólagjafirnar! Ég held ég hafi aldrei á ævinni byrjað svona snemma á jólagjafainnkaupum. Við kláruðum næstum því allar jólagjafirnar og geri aðrir betur. Það þýðir bara það að ég verð að finna mér eitthvað annað til að hafa áhyggjur af fram að jólum (ekki það að ég hafi haft einhverjar áhyggjur yfir jólagjafainnkaupum síðastliðin ár, enda Vestmannaeyingur í húð og hár með mottóið “Þetta reeeeeddast” þótt komið sé fram á Þorláksmessukvöld og ekki ein gjöf komin í hús 😀 ). Kannski að ég hafi áhyggjur af fríi yfir hátíðarnar, þar sem það lítur út fyrir að ég þurfi að koma upp á land og vinna milli jóla og nýárs. Reyndar þarfnast maður alveg peningsins eftir Londonferðina þar sem maður missti sig aðeins í H&M og fleiri óóóódýrum búðum. Ég og Bergdís þurfum einmitt að fara með 3 poka af fötum í Rauða Krosinn svo við komum þessu fyrir 😉
En við tekur hversdagslífið, sem er frekar súrt eftir ljúfa lífið með Þórhalli bróður og Hrund í London. Jólatörnin að byrja í vinnunni og nóg sem bíður eftir fríið góða. Og strax er ég farinn að hugsa um jólafríið (sem verður kannski ekkert af þar sem jólin og áramót hitta akkúrat á helgi… sem er ööööömurlegt!). Keypti mér einmitt ferðatölvu í London 😉 Sem kemur sér mjög vel ef ég fæ frí milli jóla og nýárs, þar sem nokkrir vel valdir nördar ætla að halda jólalan… svona upp á gömlu tímana 😀
Já og svo ætla ég að slútta þessu á enn einu kítlinu, Elena systir er mikill kítlari og nýðist á litla bró… here goes

 • Núverandi föt: Kvartbuxur og háskólabolur
 • Núverandi Skap: Svona helvíti góður
 • Núverandi hár: Tussulegt
 • Núverandi Pirringur: Langar í jólafrí
 • Núverandi lykt: Between Sheets
 • Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Vera í London
 • Núverandi skartgripir:
 • Núverandi áhyggjur: Jólafrí…
 • Núverandi löngun: Að vita hvað mig langar að verða…
 • Núverandi ósk: Að Man Utd komist ekki áfram í Meistaradeildinni
 • Núverandi farði: Mætti halda að stelpa hafi búið þennan lista til… 😛
 • Núverandi eftirsjá: Að vera ekki búinn að ákveða hvað mig langar að verða…
 • Núverandi vonbrigði: Að hafa þurft að fara frá London 🙁
 • Núverandi skemmtun: Jailbreak
 • Núverandi ást: Bergdísin mín
 • Núverandi staður: Kópavogurinn
 • Núverandi bók: Er það eitthvað á brauð eða?
 • Núverandi bíómynd: Man ekkert hvað ég horfði á síðast…
 • Núverandi íþrótt: Fótbolti
 • Núverandi tónlist: Jólalög
 • Núverandi lag á heilanum: Ekkert
 • Núverandi blótsyrði: wtf
 • Núverandi MSN manneskjur: gulli svaka
 • Núverandi Desktop mynd: Lindsay Lohan áður en hún varð viðbjóðslega mjó
 • Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Taka til bæði í herberginu og tölvunum :-.
 • Núverandi manneskja sem ég forðast: Enginn
 • Núverandi dót á veggnum: Hillur & myndir

Magnað alveg hreint og greinilegt að þetta kítl er ekkert á leiðinni að hætta. Ég ætla að kalla þetta gott og fara að gera eitthvað af viti. Hendi inn myndum frá London í lok vikunnar 😉 Chiao bella…