jólin 2005…

Jæja þá er þetta allt saman að skella á og þar sem ég og Bergdís vorum svo ‘tímanlega’ í öllu fyrir þessi blessuðu jól þurftu jólakortin að missa sig hjá okkur þetta árið. Alveg merkilegt hvað tíminn líður hratt svona rétt fyrir jól en samt er maður sallarólegur. Að því sögðu langar mig að biðja ykkur að smella á myndina hér að neðan, sem mun vera ‘jólakortið’ frá okkur til ykkar þetta árið. Þið verðið bara að fyrirgefa… Gleðileg jól og hafiði það sem allra best yfir hátíðarnar