tölvukaup…

Guð minn góður er það eina sem ég get sagt núna. Ég tel mig nú kunna ágætlega á tölvur og flest sem þeim við kemur, en lítill ég ákvað að drífa mig í því að fá mér nýjan örgjörva í vélina mína sem er búin að liggja ónotuð hérna inní herbergi frá því í byrjun sumars, eða frá því að örgjörvinn sem ég keypti í hana á sínum tíma bræddi úr sér þá ekki orðinn 2 ára (Intel P4 3.0ghz… á EKKI að geta gerst…). Svo ég fór inná vaktina til að skoða ódýrustu örrana og komst að því að att.is eru ódýrastir í langflestum tilfellum, svo ég sneri mér til þeirra. Keypti þar 3ghz Intel P4 Prescott örra, sem ég hélt einmitt að vær sama gerð og ég keypti um árið nema bara nýrra version, og með þessu keypti ég mér SUPERDUPERHUGEASSCOOLER 3000 viftu því ekki ætla ég láta þetta helvíti bræða úr sér aftur.

Svo kem ég heim voða ánægður með nýja örgjörvann og viftuna og fagna ódýrri uppfærslu. Sá fagnaður var ekki langlífur, steindó um leið og ég miðaði gamla örgjörvann við þann nýja flotta. Sá nýji passaði ekki í móðurborðið. En ég lét það ekki stoppa mig í þessari ódýru uppfærslu minni á tölvunni svo ég fór inn á att.is og fann mér ódýrt og gott móðurborð sem nýju örgjörvinn passaði í. Þegar það var komið í hús henti ég mér í það að setja allt draslið saman og gekk það bara mjög vel… eða þar til ég komst að því að á nýjustu móðurborðunum eru ekki lengur höfð AGP skjákortsraufar heldur er komið í staðinn PCIExpress og þar af leiðanda passaði skjákortið mitt ekki í nýja móðurborðið. Nú hugsaði ég með mér að þetta hlyti að vera grín. Skoðaði móðurborðið vel og lengi og hef komist að því að ég þarf barasta að versla mér ENN EINN HLUTINN TIL AÐ UPPFÆRA ÞESSA BLESSUÐU TÖLVU, sem í byrjun átti að líta út einhvernveginn svona:

  • Örgjörvi 3.0ghz Intel P4 Prescott 630
  • Zalman kopar örgjörvavifta

endaði á að hljóða svona:

  • Örgjörvi 3.0ghz Intel P4 Prescott 630
  • Zalman kopar örgjörvavifta
  • MSI 950P Combo móðurborð
  • Skjákort (ekki búinn að velja)
  • Kaupi mér svo örugglega meira vinnsluminni 😉

Svo þetta mun enda í töluvert stærri pakka en ég ætlaði mér… Svo ætla ég einmitt að kaupa mér ferðatölvu úti í London, þannig að Bergdís er alveg hæstánægð með mig… eða ekki 😀
En já, ætla að fara að velja mér skjákort… (ég má koma með eitt svona nördablogg á hálfsárs fresti…)

Later