sund & ís…

Já við skelltum okkur í sund í kvöld. Fórum eftir kvöldmat og var þetta bara fínasta fínt. Slaka á í pottunum eftir vægast sagt erfiðan dag. Skelltum okkur í Árbæjarlaugina og höfðum það gott í pottunum þar í dágóða stund, eða þangað til við vorum orðin eins og sveskjur (aðallega ég þó) og ákváðum að fara uppúr og skella okkur í ísbúðina niðrí Skeifu til að fá okkur kjöööööörís 😉 Komst að því að það er kominn banana og mokkaís úr vél… smakkaði bananaísinn og hann er bara helvíti góður.

Rakst á skemmtilega síðu þar sem settar eru fram 10 fáránlegustu vörur framtíðarinnar… margar hverjar helvíti skondnar og verð ég nú að segja að þessi í 1. sæti sé gott skot á Apple, þar sem þeir hafa verið iðnir við að koma með nýja og nýja gerð af iPod 😀

En jæja… löngu kominn tími á svefn hjá manni, styttist óðum í Eyjaferðina þarnæstu helgi og svo auðvitað LONDON BABY..
Jæja farinn að sofa, góða nótt.