rafmagnsleysi & umferð…

Það varð rafmagnslaust í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar í dag og fyndið, og þó kannski ekki, að sjá hvað sumt fólk kann sig engan veginn í umferðinni þegar umferðarljósin detta út. Lenti allnokkrum sinnum í því að einhver sem hafði ekki hugmynd hvernig gatnamót virkuðu án ljósa, annaðhvort dúndraði næstum því inní hliðina á mér eða bara fraus fyrir framan mig og ég þurfti að bíða og bíða og bíða…

Eftir þessa reynslu, og margt annað reyndar sem maður hefur komið auga á hjá eldra fólki í umferðinni, er ég eiginlega á því að fólk sem er 40 ára og uppúr verði skikkað til að fara í ökuskólann og LÆRA að keyra bíl, þekkja merkin og ná því að umferðin í Reykjavík í dag er ‘örlítið’ öðruvísi en þegar þau tóku bílpróf sautjánhundruð og… já… ég man að þegar ég var að taka bílprófið fékk ég heim með mér eitthvað bóklegt próf til að undirbúa mig á diskettum hjá Gísla ökukennara. Setti það upp og lét mömmu og pabba taka prófið. Það er skemmst frá því að segja að þau féllu bæði… Ætli það sé ekki einhver þarna á Alþingi sem tæki það í mál að flytja tillögu að þessu þar? 😀

Annars er næsta Eyjaferð ákveðin 😉 Lítill tuttugogtveggja ára Hlynsalingur ætlar að halda uppá hve stutt er í að hann fái herbergi á Hraunbúðum og býður hann því gestum og gangandi í kaffi & kökur í Alþýðuhúsinu milli kl 15 & 17 þann 22. október nk. Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar en hann bendir á peningagjafir til Fuglaáhugamannafélags Íslands…