skrýtið sms…

Ég fékk svolítið fyndið sms í dag. Eða kannski ekki fyndið, heldur frá hverjum það var. Smsið var þess efnis að Síminn væri að bjóða viðskiptavinum sínum sem eru í áskrift og búa í Eyjum 120 fríar mínútur á dag innan kerfis Símans ef þú hringi í Vestmannaeyjum. Kannski ekki óvenjulegt sms, hefði ég fengið það frá Vit.is eða einhverju svoleiðis. Nei, ég fékk það úr bara einhverju númeri og þegar ég tékkaði á símaskrá.is kom í ljós að sá sem sendi mér þetta heitir Þórir og er verkfræðingur úr Kópavogi… wtf? Hvað er hann að láta mig vita af einhverjum tilboðum sem síminn er með í Eyjum 😀

Fór loksins að sjá Deuce Bigalow – European Gigolo. Fór með Bergdísi og Guðjóni. Fínasta mynd en þar sem mér fannst sú fyrri algjör snilld fór ég líklega með of miklar væntingar á þessa. Jújú, hún er fyndin og allt það… en mér fannst hún einhvernveginn ekki standast það að vera eftirmynd hinnar, sem að mínu mati er muuuun betri.
Heyrðu já, svo erum við Bergdís að koma til Eyja næstu helgi 😉 Pabbi hringdi um daginn og bað okkur að koma og hjálpa sér að hreinsa út úr Bónusvideo, sem kallinn er víst að fara að loka. Komum með seinni ferð á föstudaginn og spurning hvort eitthvað sé að ske í Eyjum? Eða hvort mar eigi bara að taka því rólega svona einu sinni 😉
En jæja… ég er farinn að horfa á Newlyweds