myndir…

Var rétt í þessu að ljúka við að henda inn 3 myndaalbúmum, en í þeim eru myndir frá Kveðjupartýi Ísjakans, Afmæli Stebba&Sigga og kveðjupartý Hildar, og svo síðast en ekki síst myndir af Árshátíð Café María sem haldin var þarsíðustu helgi. Helvíti skemmtilegar myndir sem ég hvet ykkur til að kíkja á 😀
Svo eru það bara Eyjarnar um helgina. Ég og Bergdís förum með seinni ferð á föstudaginn, en tveir litlir fuglar hafa hvíslað því að mér að það verði bara hörkufjör í Eyjum þessa helgi. Rokktónleikar á Prófastinum á laugardagskvöldið og ég veit ekki hvað og hvað, Ensími og einhverjir fleiri. En maður er nú fyrst og fremst að fara til að hjálpa pabba gamla. Ekki lætur maður hann standa einan í því að hreinsa út úr heilli sjoppu 😉