kýldur í magann…

Hmmm… eitthvað klukkæði fer nú eins og eldur í sinu um bloggheima og í þessum töluðu orðum var Andri að enda við að ‘klukka’ mig. Þetta gengur víst þannig fyrir sig að sá sem er klukkaður kemur með 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig og klukka svo 5 aðra… enjoy:

  • Ég eyðilagði á mér lappirnar þegar ég var yngri með því að sitja alltaf í svokölluðu M-i.
  • Ég hef gaman af því að elda.
  • Ég fæddist föstudaginn 13. maí.
  • Ég er feiminn.
  • Ég elska Vestmannaeyjar og ætla pottþétt að flytja þangað aftur og ala mín börn þar upp 😉

Jæja… þannig er nú það. Þá er komið að mér að klukka 5 manns. Ég ætla að klukka Stefán Björn, Ólöfu, Halla, Arndísi Ósk & Thelmu Ýr