eyjarnar standa alltaf fyrir sínu…

Já hvar á ég að byrja, þetta var náttúrulega bara snilldarferð. Aðeins of stutt, en skemmtileg samt sem áður 😉 Vorum búin að plana þessa ferð áður en við fórum frá Eyjum eftir sumarið því það var búið að stimpla afmælið hennar Ömmu Jönu á þessa helgi löööngu áður. En það hitti einmitt svo skemmitlega á að það var ball í Höllinni á laugardeginum og svo auðvitað Árshátíð Café Maria, sem okkur Bergdísi var boðið á, þannig að laugardagurinn var alveg fullbókaður hjá okkur.

Byrjuðum á að fara í afmælið til Ömmu þar sem maður hitti milljón ættingja sem maður hafði varla hitt áður á ævinni, en það kom líka fullt af skemmtilegu fólki eins og Þórhallur bróðir og Hrund (alla leið frá London), Elena systir, Kristjana frænka, Birgir Freyr og fleiri og fleiri… Svo lá leiðin á árshátíð Café Maria sem var svona líka með spúkí sniðinu. Andri, Ásdís og Laufey sem voru í skemmtinefnd sátu í einhverjum hásætum þegar við komum og átti hver og einn að sína auðmýkt sína og hneigja sig við komuna… hahahaha… soldið fyndið 😉 Þarna var mikið drukkið og farið í marga skemmtilega leiki. T.d. fórum ég, Viktor og Kári í Extreme Makeover, þar sem Sandra, Sæbjörg & Hrefna klæddu okkur upp í föt sem voru mislangt komin í því að syngja sitt allra síðasta í tískuheiminum. Hrefna var þó allavega svo sæt í sér að leyfa mér að vera í pilsi, en Viktor og Kári þurftu að koma fram á nærbuxunum og klæddir að ofan eins og verstu hór** 😀 (ég er ekki að segja að ég hafi ekki verið klæddur eins og hóra, bara var flottari hóra;) ) Ég og Bergdís tókum nokkrar myndir þarna sem ég á eftir að henda inn en Slingerinn var auðvitað líka á staðnum og tók myndir af öllum sem hreyfðu á sér rassinn. En já, þetta var algjör snilld og kominn tími til að fara upp í Höll, þar sem Þórhallur, Hrund, Elena, Siggi og fleiri voru komin eftir djamm í Akóges. Þar var líka svo andskoti gaman og lifði maður alveg á áfenginu sem maður drakk á Café. Held ég hafi fengið mér 1 bjór yfir allt ballið, í boði Þórhalls bróður 😉 Ég og Þórhallur misstum okkur á dansgólfinu, langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel á dansgólfinu… enda voru þetta engir samkvæmisdansar hjá okkur 😀

Eins og ég sagði, algjör snilldarferð þrátt fyrir að vera heldur stutt. Næst tekur maður allavega fyrri Herjólf á föstudeginum, því við vorum ekki alveg að meika föstudagskvöldið þar sem margir voru vel ölvaðir á Johnsen bar… En reyndar var líka alveg höööörmulegt veður. Jæja, best að koma sér vel fyrir fyrir framan sjónvarpið og horfa á þrjá síðustu þættina af Lost (cow)

Takk allir sem ég hitti í Eyjum fyrir frábæra helgi 😉