undirbúningur fyrir þjóðarann…

Nú er allt bókstaflega komið á fullt í dalnum við undirbúning Þjóðhátíðar enda ekki nema 8 dagar í kvikindið… maður getur hreinlega ekki beðið. Þetta verður erfið vika fram að Þjóðhátíð… maður á eftir að fara í ríkið, finna á sig hárkollu úr safninu sem mamma og pabbi komu með heim frá London, koma saman einhverju lagasafni til að glamra á gítarinn ofl ofl. Andri Hugo sá allavega til þess að það bættist eitt mikilvægt lag í það blessaða safn, en hann tók sig til og pickaði upp þjóðhátíðarlagið í ár, Með þér. Það er einmitt að finna á síðunni hans. Takk fyrir það 😉
Annars er lítið sem ekkert að frétta… maður bara bíður og bíður. Er reyndar að fara út á tuðru með strákunum í kvöld… 😀 Það verður örugglega hörkustuð… svo smá bjór svona til að fagna hversu stutt er í Þjóðhátíð í Eyjum 😉
Og já… haldiði að Jessý eigi bara ekki afmæli í dag. 21 árs stelpan… Til hamingju með það