róleg helgi…

Þessi helgi var nú bara með þeim rólegustu í manna minnum held ég. Á föstudaginn kíkti ég í pool með Þóri og Lauja þar sem skemmst er frá því að segja að ég vann að ég held 2 leiki… sem segir kannski best til í hvernig ástandi ég var í 😮 Nei alls ekki, fékk mér einn bjór og ætla ekki að reyna að afsaka hvað ég stóð mig hörmulega… þeir voru bara betri en ég, hefðum við kannski verið lengur þá hefði allt getað skeð því ég var að komast í gang… segjum það bara 😉

Svo í gær var ég að vinna niðrí Bónusvideo og mikið er nú leiðinlegt að þar sé ekki svona nammibar eins og í Bónusvideo heima í Eyjum… þar sem laugardagar eru nú NAMMIDAGAR 😮 Allir litlu krakkarnir að velja í poka… :S En þetta var ágætt. Vaktin var fljót að líða og fyrr en varði var ég kominn heim með 2 dvd tilbúinn að horfa þegar Bergdís yrði búin í vinnu. Tók Incredibles sem mig hefur alltaf langað svo til að sjá… og ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Algjör snilldar teiknimynd eins og þeim frá Pixar einum er lagið…
Annars er maður bara kominn í sitt páskafrí og hlakkar mig ekkert smá til að fara til Eyja 😉 😉 😉 Sem verður reyndar ekki fyrr en á laugardaginn því miður… vinnavinnavinna… 😛 Helvítis Herjólfur að fara ekki ferð á föstudaginn langa (duh 🙂 En ég verð fram á þriðjudag og sá eða sú sem kemur ekki á djammið á laugardaginn má hundur heita. Ég heyrði í Arndísi Ósk og Söru Björg í gær og var ekkert smá gaman hjá þeim… í afmæli hjá Inga og Kristínu og ekki laust við að ég synti bara til Eyja 😉 Ég vil fá loforð frá ykkur sem verðið í Eyjum þessa helgi um að djamma… staðfestið þátttöku ykkar í commentum… HEHE 😉
Jæja, ætla að kalla þetta gott… vinna eftir nokkrar mín, bið að heilsa heim í Eyjarnar fögru :*