vinna & lærdómur…

Já mar gerir ekki mikið annað en að vinna og læra nú þegar mar loksins fékk vinnu með skóla… sem er bara ágætt á meðan maður hefur tíma fyrir lærdóminn allavega. Var að byrja í Bónusvideo í Eddufelli hérna rétt fyrir ofan í dag og kláraði núna um 12 leitið. Fínasta vinna og frekar líkt Bónusvídeó í Eyjum sem pabbi er með nema aðeins stærri leika kannski 😛 Auk þess sem vídjóleigur hérna í Reykjavík eru frekar strangar hvað varðar að það þarf að kvitta fyrir hverri spólu og koma með skilríki ef maður hefur ekki tekið spólu áður… ja kannski skiljanlegt miðað við fólkið sem kom þarna í þessa blessuðu sjoppu 😮 Við erum að tala um Breiðholtið í sínu ‘fínasta’ pússi…

Svo er það sæluvika þarnæstu viku í skólanum og er það einhver voða dagskrá og þarf maður að skrá sig í 3 hópa. Mér sýnist þetta bara verða hin fínasta skemmtun því meðal þess sem boðið er upp á á þessum sæludögum er pool hópur, LAN hópur, sofa út hópur (sem btw komast bara 5 í svo mar verður að vera fljótur að skrá sig ;)) og margt margt fleira skemmtilegt 😛 svo tekur vetrarfríið við fimmtudag og föstudag… fínasta vika þar á ferð.
Annars er ég að spá í að skella mér í Fifa 2005 þar sem ég nenni hreinlega (og hef ekki efni á) að fara í bæinn… Jet Black Joe að spila á Gauknum og ekki laust við að mann langi svolítið að sjá gömlu brýnin spila þar :S en það verður að bíða betri tíma. Ég er þreyttur og langar að hanga heima í tölvunni 😉 Eins og ég geri ekki nóg af því… 😛 En allavega…
Bið að heilsa…
Heyrðu já… bætti líka Maríu Guðjóns á listann, hún er byrjuð að blogga aftur stelpan 😉