nóóóg að gera…

Hmmm… vika síðan ég bloggaði. Mér finnst ekki svo langt síða… tíminn er búinn að líða svo hratt 😀 Þar hjálpar örugglega að maður skellti sér til Eyja um síðustu helgi svona “óvænt”. Það var algjör snilld og gaman að sjá svipinn á liðinu þegar ég og Bergdís komum heim úr Herjólfi. Allavega svipurinn á pabba… hann minnti mig svolítið á svipinn sem hann setti upp þegar við krakkarnir komum til hans þar sem hann átti að eyða afmælinu sínu með mömmu hjá Þórhalli. Það var algjör snilld… 😉

En já, aftur að Eyjunum fögru. Við komum á föstudaginn með fyrri ferð og ákváðum að láta lítið fyrir okkur fara þar sem strákarnir áttu að spila á Conero seinna um kvöldið og ætluðum við bara að mæta óvænt þangað. Þegar við komum þangað ætlaði fólk ekki að trúa þessu og kallaði mig ýmsum nöfnum fyrir að hafa verið að ljúga að sér að komast ekki en þar spilaði inn í að vinnan sem ég var kominn með breyttist allsnögglega í vinnan sem ég missti, áður en ég fékk hana. Því deginum áður en ég átti að mæta til að læra á staðinn (Bónusvideo í Mjódd) hringdi eigandinn og tilkynnti mér að stelpan sem hætti og ég átti að koma í staðinn fyrir, hætti við að hætta 😮 Svo ég missti vinnuna áður en ég fékk hana… Og þá var ég allt í einu laus um helgina og þá tilvalið að skella sér til Eyja og koma fólkinu á óvart. Þetta var algjör snilldar helgi og stóð föstudagurinn upp úr. Húsið hans Árna ennþá sama partypleisið og bara gaman 😉
Ég fékk nokkrar myndir lánaðar hjá Sindra kallinum sem var að taka myndir heima hjá Árna Óla auk þess sem ég og Bergdís tókum nokkrar… Einhver bið er í að fá myndirnar sem ég og Bergdís tókum en myndirnar frá Sindra eru komnar í safnið 😛

Svo að leiðinlegri málum sem enginn nennir að lesa svo ég hendi hingað sem enginn sér 😉 Skólinn er alltaf farinn að taka meiri og meiri tíma frá manni sem er bara eðlilegt og í góðu lagi… Kennararnir farnir að henda á mann prófum hægri vinstri og íslenskukennarinn minn er að missa sig í Íslandsklukkuverkefnum. Þetta er í lagi á meðan maður getur staðið undir þessu öllu en ég er ánægður með að ég skilji stærðfræðina alveg og er ekki að dragast aftur úr þar eins og maður gerði í Eyjum, kannski spilar inní að nú fylgist maður með í tímum og lærir heima 😉

Annars ætla ég nú ekki að drepa ykkur úr leiðindum sem nenntuð að lesa þetta langt og ætla að kalla þetta gott í bili. Heyrðu jú, Gaui og Aron eru komnir í borgina og spurning hvað verður gert um helgina? 😀 Aníta nokkur Svennasystir verður einmitt hér um helgina líka svo bærinn verður fullur af blindfullum Vestmannaeyingum, eins og vanalega 😛
Þangað til næst…
Later