life goes on…

Enn ein vikan að líða og bara ekkert nema gott um það að segja. Mamma og pabbi eru í bænum þar sem pabbi var í uppskurði á öxlinni.. þau verða hérna allavega fram á laugardag sem er bara besta mál 😉 Ég, Bergdís og mamma fórum í bíó í gær á myndina White Noise sem var nú öðruvísi en ég bjóst við en samt sem áður fínasta mynd. Gerir mikið út á bregðuatriði, sem varð til þess að allar helvítis gelgjurnar sem voru í salnum voru öskrandi hægri vinstri og vorum við svo heppin að vera með eitt gelgjutríó í næstu röð fyrir aftan og djöööööööfull fer svona helvíti í mig… Keaton (aðalleikarinn) mátti ekki drekka vatnsglas og þær voru komnar á það allra hæsta C sem ég hef á ævinni heyrt… var næstum búinn að teygja mig þarna yfir og handrota þær… en já þetta bjargaðist og fínasta mynd 😉

Annars er lítið að frétta… fór í fyrsta skiptið í vinnu á þriðjudaginn síðasta og er að fara aftur í kvöld niður á vöruhótel Eimskips… helvíti fín vinna með skóla og flottur félagsskapur. Er þarna að vinna með Stymma sem er með Thelmu frænku og Elmari. Henti einmitt link inn á bloggið hans Stymma en þar eru þeir félagar Stymmi og Tommi (sem er með Bjarný) að blogga. Fann svo þar annan link á Dramadrottningarnar, en þar eru þær Bjarný, Thelma Rós, Dagný og einhverjar vinkonur að tjá sig… alltaf gaman að finna svona nýja bloggara sem maður þekkir 😉
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra… vinna eftir smá.
Chao bella