fjörug helgi…

Já þetta ætlar að verða mjög vel heppnuð helgi þar sem bæði Hlynsi og Steebman sáu sér fært að mæta í borg ótta og viðbjóðs. Komu báðir seinnipartinn í gær og var byrjað á því að horfa á Idolið heima hjá Bigga og Gísla Böðvari og sötrað á köldum öl. Helvíti fínt bara og var mikið spjallað. Svo skelltum við okkur í bæinn og fórum við á Glaumbar og svo á Gaukinn. Tókum bara rólega á því þar sem strákarnir skelltu sér á snjóbretti í hádeginu og eru þeir enn að. Þess í stað ætlum við að taka laglega á því í kvöld og er planið að kíkja aftur heim til Bigga.

Svo hef ég í mótmælaskyni af því að Hlynsi hefur ákveðið að hætta að blogga, bannað heimsóknir frá háskólanetinu á Akureyri á heimasíðuna mína og hvet ég ykkur hin að gera hið sama. Það náttlega gengur ekki að maðurinn gefist bara upp og ætlist svo til að fá að fylgjast með hjá okkur hinum án þess að gefa neitt frá sér… stöndum nú saman öll og komum í veg fyrir að Hlynsinn verði einangraðari frá okkur en hann þegar er… það er greinilegt að Akureyrið er að yfirtaka kagglinn 🙁
Svo bætti ég henni Hafdísi Víglunds inn á blogglistann… stelpan er komin með nýja síðu og lofar hún bara góðu 😉
Maður er alltaf að rekast á nýja og nýja bloggara… sem er bara besta mál… og ef þú ert með síðu sem er ekki á listanum hjá mér endilega láttu mig vita 😛