viðburðaríkri helgi lokið…

Þá er þessi helgi búin og skólavikan tekin við á ný. Merkilegt hvað þetta er allt saman orðið fljótt að líða, meira að segja skólavikan 😮 En já það var bara fínt um helgina, rólegheit á föstudaginn þar sem manni var nú boðið á Árshátíð Nordica kvöldið eftir. Hékk í Fifa 2005 og fór svo að sofa. Daginn eftir var svolítið annað upp á könnunni en þá var stórleikur í hádeginu og dagurinn tekinn snemma. Jú, Liverpool vs. Man Utd og ekkert annað að gera en að fara með Bigga, Jónasi og Gísla Böðvari á Klúbbinn til að horfa á leikinn. Vegna hálku og viðbjóðslegrar færðar (auk þess sem við ætluðum á Players fyrst en þar var fullt) komum við þegar rúmar 20 mín voru liðnar af leiknum og Man Utd marki yfir, ekki nógu gott. Og þrátt fyrir endalausar tilraunir og að Man Utd hafi verið einum manni færri í seinni hálfleik tókst mínum mönnum ekki að jafna (enda voru allir sóknarmenn United manna teknir út af og varnarmenn settir inná 🙂 og endaði leikurinn 0 – 1. Góður leikur samt sem áður og allt annað að sjá til minna manna…

Svo var haldið heim til Jónasar þar sem við horfðum á 2 leiki í viðbót, horfðum á Chelsea vinna Tottenham 2 – 0 og svo á Bolton vinna Arsenal 1 – 0… Svo það lítur nú allt út fyrir að Chelsea vinni þessa deild.

En svo var komið að því að hafa sig til og drattast niður á Nordica Hotel þar sem Bergdís beið eftir mér þar sem árshátíðin var að fara að byrja. Kom þangað og var þetta bara hin fínasta skemmtun. Edda Björgvins var kynnir og ég verð bara að segja að hún kom mér veeeeeerulega á óvart… ég hló og hló og hló og hló… algjör snilld. Aftur á móti var sonur hennar aðeins misheppnaðari en það er önnur saga. Alveg helvíti skemmtilegt kvöld og nóg af áfengi, sem ég náði nú samt að innbyrða ekki of mikið af… 😉 Svo var komið að dansiballi og voru það hljómsveitin Írafár – Birgitta Haukdal + Hreimur í Hlandi og Sonum sem spiluðu… ágætis lög sem þeir tóku en ekki var nú mikið dansað, allavega ekki ég 😛

Svo eftir þetta ákvað ég að kíkja niður í bæ þar sem Elena systir og Biggi voru búin að hringja í mig og segja mér að koma… sló til og hljóp niður í bæ frá Nordica… með smá stoppi á Devitos Pizza… naaaaaaaaamm… En þegar ég kom út af Devitos, hæstánægður með væna sneið í annarri og fanta í hinni… neinei, hryn ég ekki á rassinn og missi pizzuna. Og ég hélt að ég þyrfti að kaupa mér nýja… þar til ég sá að pizzan hélst á diskinum og rann niður bílastæðið Á honum…. hahaha, mikið varð ég ánægður.

Hélt svo áleiðis niður Laugaveginn og hitti ég fólkið þar og var djammað langt fram eftir nóttu með nokkrum undantekningum sem ég ætla nú ekki að fara að nefna hér 😉 Var kominn heim milli 6 og 7 og engin spurning um það að næsta helgi verður tekin róóóólega… 😀

Annars ætla ég að kalla þetta gott en ég fann eitthvað svona nördapróf á netinu og ákvað að taka það þar sem ég hef heyrt ófaum sinnum hvað ég er mikill nörd og ákvað að láta á það reyna… Kom í ljós að ég er nú ekki eins mikill nörd og flestir vilja láta uppi 😉

I am nerdier than 28% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!