helgin lent…

Helgin gengin í garð og ekkert nema gott um það að segja. Stuttur skóli hjá mér á föstudögum, búinn korter í 1… var reyndar búinn korter yfir 11 af því síðasta kennslustundin féll niður. Annars er bara fínt að vera í þessum skóla. Og náttlega bara snilld að vera kominn með áhuga fyrir þessu aftur… maður getur ekki leikið sér endalaust 😮 Talandi um það… þá er árshátíð Nordica Hotel á morgun og ætlar hún Bergdís að vera svo góð að bjóða mér með sér 😉 Ég hugsa að ég verði nú örugglega bara rólegur, því ég var eiginlega búinn að lofa sjálfum mér því og peningalega séð VERÐ ég eiginlega að gera það… en maður sér til… Heyrði í Magna áðan og var hann að spá í að kíkja í bæinn um helgina og þá verður mar nú að hitta kallinn… langt síðan við settumst niður yfir einum köldum.

Svo er náttlega leikurinn á morgun (Liverpool vs. Man Utd) og mun Morientes þá spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, en hann var keyptur í fyrradag frá Real Madrid fyrir 6.3 milljónir punda. Ég bind miklar vonir við kauða og efast ekki um að hann eigi eftir að leika stórt hlutverk í þessum leik 😉 Ég tippaði nú á jafntefli á Haltu kjafti tippinu en gæti alveg trúað að hann myndi klára þetta bara fyrir okkur 😉

En já, nóg að gera um helgina og bara gaman að því. Svo var Sveinbjörninn minn að tala við mig áðan og segja mér frá því að þeir í hljómsveitinni More munu spila á Conero föstudaginn 28. jan næstkomandi og aldrei að vita nema maður skelli sér bara til Eyja þá helgi og hlusti á þá félaga… hver veit 😉
Annars hugsa ég að þetta sé komið gott… bið að heilsa og hafiði það gott um helgina
Einir Jr.