allt komið á fullt…

Nú er allt komið á fullt hjá manni í sambandi við þennan blessaða skóla. Fór í gær með Bergdísi að kaupa skóladót… soldið skrítið 😉 En já, mér líst bara vel á þetta… fór í töflubreytingar á fimmtudaginn og henti þýskunni út úr töflunni hjá mér. Vil ekki sjá þetta fag þar sem 3. tungumál er ekki nauðsynlegt á Upplýsinga- & tæknibraut… sem betur fer. Setti upplýsingatæknina inn í staðinn og lítur taflan bara vel út. 19 einingar og nú er bara að sýna hvað í manni býr… 😮

Er núna kominn með mína gömlu góðu ferðatölvu aftur í hendurnar en hún var í pössun hjá Árna Óla í svolítinn tíma og svo hjá Anítu undir lok síðustu annar. Mig langar að þakka þessu yndislega fólki fyrir að stúúúúúúúúúútfylla greyið mitt af vírusum og allskonar ormum og viðbjóði. Ég háði hetjulega baráttu við þessi kvikindi í gær en gafst upp að lokum og mun væntanlega formata þessa litlu elsku á eftir. Hún verður nú að vera tilbúin fyrir skólann á mánudaginn 😉
Annars er lítið sem ekkert að frétta og ég held það verði bara tekið því rólega um helgina.
Nú er ég hættur að vera svona latur að blogga og lofa reglulegri færslum hér inn.
Minni enn og aftur á Haltu Kjafti spjallborðið og hvet sem flesta að skrá sig þar… algjör snilld.
Takk fyrir mig…