hvaða helvíti…

Jájá… Ég er greinilega kominn aftur í sama pakkann… letin að drepa mann. Neinei, bara búið að vera mikið að gera upp á síðkastið… plana og svona 😉 Búinn að vera að vinna í Góunni núna undanfarnar 2 vikur og ekkert nema gott um það að segja. Gaman að sjá hvernig nammið er búið til og reyndar ætlaði ég ekki að trúa því þegar ég var settur við færiband ásamt hinu fólkinu og við áttum að SETJA HVERN MOLA FYRIR SIG Í KONFEKTKASSA… jájá… það fékk hver og einn sinn mola og sá til þess að sá moli færi á réttan stað í konfektkassanum… hefði nú haldið að vél myndi sjá um þetta en neinei… það er fólk sem setur konfektið í kassana 😀 Þannig að þegar þið borðið konfekt um jólin þá kannski hugsiði til mín… eða ef þið fáið ykkur hraunbita… ég sá um að það væri alltaf nóg rice crispies í vélinni sem stráði því yfir bitana… hahahaha 😉

En já það var enginn annar er Norðmaðurinn sjálfur sem sá sér fært að kíkja í bæinn í gær þar sem hann var nú á leiðinni heim til Eyja eftir strangan vetur í Háskólanum á Akureyri. Við tókum eitt nett djamm hérna í borg óttans áður en hann fór til Eyja og var það bara fíííííínasta kvöld 😉 Hittum hina og þessa Eyjamenn og ekki Eyjamenn og röltum á milli staða eins og vaninn er. Djöfull var mikið í bænum í gær. Það voru raðir við ALLA fucking staðina… meira að segja Kaffi Austurstræti… hahahaha.

Þetta var fjör og nú er Hlynsinn farinn til Eyja en í skiptum fyrir hann kom Yerni fuck til rvk þar sem hann er nú á leiðinni til FLÓRÍDA yfir jólin, helvítið á honum… og ekki nóg með það heldur eftir það tekur við skemmtiferðasigling um Karabíska hafið! “#$(/”#$&(/”#$&… smá öfund 🙁 Nóg að gera hjá öllum og bara gaman að því. Get ekki beðið eftir áramótunum sem maður mun eyða í EYJUM (hvar annarsstaðar? 🙂 Þetta verður án efa geggjað… farinn að kitla í puttana…
Ætla að kalla þetta gott og skella mér í pool með Árnanum…
Chao…