augu…

Ég er búinn að vera að spá í augnalitnum mínum upp á síðkastið… Þannig var það nú að um daginn fór Bergdís að spá í hvernig augun í mér væru á litinn og ég sagði bara… “Þau eru blá…” því ég hef alltaf haldið að þau séu blá og ég get svo svarið það að þau eru eða allavega voru blá! Hún fer eitthvað að skoða í mér augun betur og segir mér að ég sé með græn augu… Ég hélt nú ekki og fór í spegil til að tékk á þessu og ég einhvernveginn var ekki alveg að fatta hvernig augun í mér voru á litinn… en þau voru ekki eins blá og mig minnti. Það var kominn einhver annar litur þarna 😮 Svo spurði Bergdís mömmu sína og hún var sammála um að augun í mér væru nú svolítið út í grænt frekar en blátt.

Er það virkilegt að augu geti breytt um lit með árunum eða vorum ég og mínir bara svona skelfilega litblindir á sínum tíma… EÐA er Reykjavíkin að hafa þessi áhrif á mig? Eða var einhver sem skipti um augu í mér þegar ég var numinn brott af geimverum hérna fyrir stuttu… Nei ok ekki fara út í rugl… en mér finnst þetta mjög skrítið… :/