ný klipping og helgin gengin í garð…

Jæja… þá lét maður loksins verða að því að skella sér í klippingu, ekki veitti af segja sumir… hinir eru hættir að tala við mig… 😮 Nei ég segi svona 😉 Já maður var kominn með soldinn lubba og ekki laust við að vera kominn í líkingu við Cousin It í Adams fjölskyldunni. Skellti mér hérna niður í Mjódd á Hárgreiðslustofuna Möggurnar. Þeim leist greinilega ekkert á mig þegar ég kom þarna inn því ég var sendur beint í hárþvott og sótthreinsun liggur við 😀 En já ætla nú ekki að tala mikið meira um þetta nema um það hvað er viðbjóðslega dýrt að fara í klippingu í Reykjavík… 3000 krónur fyrir að stytta hár sem tók 30 mín í mesta lagi, fínasta tímakaup það. Svo gefa þessar konur upp 50.000 kall í mesta lagi í mánaðarlaun… my ass

En já þá er komin fríhelgi og með því tilheyrandi bjórsötur og vesen. Guðjón heldur eitthvað smá teiti í kvöld í tilefni þess að hann verður 22 vetra á morgun kallinn, svo maður fær sér kannski eins og 1 – 12 bjóra í tilefni af því. Spurning með laugardaginn en Gísli & Jessý eru nú í bænum svo mar verðu nú kannski í smá contacti við þau. Skellti mér á Café Viktor með Gísla og Bergdísi í gærkvöldi þar sem 2 bjórar runnu ljúflega niður… aðeins að hita upp fyrir helgina 😉

Annars langar mig að benda ykkur á ansi skemmtilegt spjallborð sem ber hið skemmtilega nafn Haltu Kjafti og er í umsjá Andra nokkurs Hugo. Skemmtilegar umræður þarna svo um að gera að skrá sig og benda fleirum á þetta til að skapa smá stemmningu 😉
En já það er verið að draga mig á skauta svo ég er out…