kominn til eyja…

Þá er maður kominn í Eyjarnar góðu. Skellti mér með fyrri ferð jólfsins í dag og kom fólkinu aðeins á óvart (var búinn að segja þeim að ég kæmi á föstudaginn 😉 ) Mamma yfir sig ánægð að fá litla strákinn sinn í heimsókn… knúsaði mann í bak og fyrir… og pabbi auðvitað ánægður líka. Hélt maður myndi ekki sakna fjölskyldunnar svona mikið þarna í borg óttans en vá… það er sko gott að vera kominn heim.

Það var sko í nógu að snúast hjá mér þegar ég kom til Eyja. Heilsa upp á allt liðið… allt of langt síðan maður sá suma… stutt síðan aðrir voru í bænum. Frábært að hitta fólkið og hlakka til að djamma með þeim sem það geta um helgina. Arndís er að fara að vinna mjög líklega 🙁 Yerni sagðist vera á leiðinni uppá land að klára að leggja rafmagn í íbúð systur sinnar, Svenni verður allavega að vinna á föstudaginn en spurning að ná honum á eitthvað skrall á lau? Bixie verður að vinna um helgina… en svo held ég að það ætti ekki að vera neitt mál að draga restina af liðinu í “sötur” og spjall 😉

Svo kemur Bergdís á föstudaginn og ætla ég þá að sýna henni þessa fallegu Eyju í vetrargallanum þar sem þessi blessaði snjór á að vera hérna allavega fram yfir helgi. Ætla að taka svona eina ‘vestmannaeyska helgi’… chill, heitir pottar, hvítlauksbrauð og svo hörkudjamm langt fram eftir nóttu… en nóg um það… Það er svo gott að vera kominn HEIM… ætla að fara inní sjoppu og ná mér í popp, kók & spólu… HOME SWEET HOME…

Þangað til næst… bæjó
Eyja-Einir