kominn í borgina…

Jæja þá er maður kominn aftur í borg óttans eftir þessa líka snilldar Eyjaferðina. Fínasta ‘afslöppun’ sem maður fékk þarna 😉 En já, það þurfti ekki að spurja að því… ég ætlaði að vera voðalega bjartsýnn og djamma bara annaðhvort á föstudegi eða laugardegi… Krakkarnir hlógu nú bara að mér, enda féll sú yfirlýsing hratt og örugglega á laugardagskvöldinu. Skemmti mér samt sem áður alveg frábærlega vel bæði kvöldin… þó sérstaklega laugardagskvöldið, þar sem djammið ætlaði bara ekki að taka enda… Byrjuðum hjá Aroni.. fórum þaðan til Yerni fucks, þaðan á Conero og svo enduðum við á Lundanum þar sem DJ Ófi tryllti lýðinn.

Langar að þakka öllum sem ég hitti fyrir frábæra helgi og fjölskyldunni minni fyrir að vera frábær 😉 Það var yndislegt að koma svona heim og alveg það sem mann vantaði eftir að þetta skammdegi hér í borginni skall á. Hótel Mamma sá vel um mig og Bergdísi á meðan við vorum þarna og passaði að maður hefði alltaf nóg af öllu 😉 Veit ekki hvað ég gerði án mömmu minnar… (og pabba 🙂

En já, maður er kominn aftur í borgina og farinn að vinna aftur. Soldið að gera í dag og verður aftur á morgun… Svo frí miðvikudag og fimmtudag sem maður notar í eitthvað mis viturlegt… 😛 Langar að kíkja í sund (pottana) og já ég verð að koma mér upp svona To Do lista á heimasíðuna þar sem ég skrifa inn það sem ég þyrfti eiginlega að fara að gera við sjálfan mig… Er alltaf á leiðinni til læknis t.d. að láta kíkja á axlirnar á mér… eins að reyna að drullast til að byrja í badminton… hætta að borða nammi nema á laugardögum… borða hollari mat (vá erfitt í minni vinnu) og margt margt fleira sem ég myndi kannski koma í verk ef ég hefði þetta fyrir framan nefið á mér allan daginn… 😀
En já… ætla ekki að hafa þetta lengra.. en minni enn og aftur á Haltu Kjafti!… the place to be 😉
laters…