hvaða leti er þetta…

Djöfull er maður orðinn slappur í þessu strax. Farnir að líða alltaf 4 – 5 dagar á milli blogga… skömm að þessu. En já það er nú lítið meira að frétta af mér en síðast… var bara í vinnu um helgina og vinna í dag og á morgun þar sem ég er að leysa Helgu af niðrá Nordica. Hún vinnur svo fyrir mig miðvikudag og fimmtudag þannig að ég ætla bara að skella mér til Eyja á miðvikudaginn… hljómar það ekki bara ágætlega 😉

Fæ þá 5 daga frí, eða alveg fram á sunnudag, og ætla að eyða því fríi öllu í Eyjum… ahhhh þetta verður sweet! Bergdís kemur svo á föstudeginum (jafnvel fimmtudeginum) til Eyja. Þess má til gamans geta að hún hefur aldrei komið til Eyja… þannig að mar verður að taka smá tour um Eyjuna fyrir hana 😀 Sýna henni Herjólfsdalinn og sprönguna og svona… hahaha… segi svona. En ég trúi ekki öðru en að þetta verði helvíti fín ferð. Allavega farinn að hlakka endalaust til. Og Guðjón minn ég þarf ekkert að minnast á það að þú verðir að standa þig þegar ég kem… ég veit það alveg 100% að þú og Aron klikkið ekki 😉

Þá er bara að klára síðasta vinnudaginn og skella sér svo í Eyjaferð… ætla að taka því rólega í kvöld og taka spólu bara… kúra yfir einhverri snilldarmyndinni. Já! Eitt annað… ég er búinn að LEITA OG LEITA að The Pest út um ALLT hérna í Reykjavík og ég er ekki að finna hana… ég sem hélt að ég myndi finna allt hér. Á öllum hel#$/(“# leigunum hérna er sagt… “Nei, hún er týnd” eða “Nei, hún er ónýt”
Grrrrrrr…..
Allavega.. farinn að finna spólu 😉
einir out