styttist í eyjaferð…

Jæja þá er farið að styttast allsvakalega í að mar komi til Eyja. 2 vinnudagar (miðvikudagur & fimmtudagur) og svo fer ég 😀 Ekki laust við að það sé kominn smá fiðringur í magann… Þessi vinnuhelgi leið bara óvenjulega hratt og ‘letivikan’ komin enn eina ferðina… þ.e.a.s. þegar ég er bara að vinna 2 daga í viku 😀 helvíti næs. En annars er lítið að frétta úr Reykjavíkinni… Tók spólu í kvöld með Bergdísi, Steinunni og Gaua. Tókum Robin Hood – Men in Tights… snilldar mynd 😀

En já, ég býst við heljarinnar fjöri þegar ég kem til Eyja. Búinn að draga Aron og Gaua með mér í vitleysuna (ekki einsog það hafi einhverntíman verið erfitt… HEHE) og ég held að Bixie verði alveg maður í ‘smá sötur’ 😉 Svenni sagðist vera til í að setjast niður og sötra og spjalla… fyrr skal ég hundur heita en að ná ekki að draga hann útí eitthvað meira 😉 Svo að þið sem eruð að lesa þetta og eruð útí Eyjum… Við skellum okkur á djamm um helgina og ekkert kjaftæði 😀

Jæja, klukkan orðin helvíti margt og kannski kominn tími til að fara í háttinn… en mig langar að biðja ykkur sem komið hingað (ykkur fáu sem nennið orðið að koma 😉 sem eruð með blogg og ekki á listanum hérna til hliðar að vinsamlegast skilja eftir slóð á bloggið ykkar svo ég geti bætt ykkur inná listann 😉