ísland drullaði á sig enn eina ferðina…

Jæja… þá skellti mar sér loksins í að drulla upp nýju looki hérna. Hitt var meira en bara soldið hrátt og ég fékk ógeð á því næstum því áður en ég setti það upp 🙂 En já… ég er svona að fikta mig áfram í þessu nýja kerfi og er að skoða hvað ég get gert og hvað ekki… líst bara helvíti vel á þetta enn sem komið er. Það er ennþá sumt sem ég á eftir að breyta hér taka út og bæta inn og svona… en þið megið endilega láta í ykkur heyra og segja mér hvernig ykkur finnst 😉

Annars skellti ég mér á Ísland – Svíþjóð í gær og verð ég bara að segja að þetta var fínasti leikur. Ísland gat ekki skít eins og vanalega þannig að mar bjóst eiginlega ekki við neinu öðru en að þeir myndu skíttapa… sem varð raunin. 1 – 4 fyrir Svíþjóð og hefði þessi tala örugglega farið hærra hefðu Ljungberg og Larsen ekki verið teknir útaf snemma í seinni hálfleik. En djöfull voru Svíarnir að spila vel. Veit ekki hvort ég sé soldið gulur og blár en mér leið bara andskoti vel í Svíastúkunni… var á tímabili farinn að syngja með þeim

“Vi er svenska fans alliubba!”

. Gaman að þessu. Eiður klóraði nú í bakkann fyrir Ísland í seinni hálfleik eftir að viða fórum 0 – 4 undir í leikhlé. Geðveikt mark hjá honum. En eins og ég segi… þetta var ágætis leikur og vil ég þakka Svíunum sérstaklega fyrir að hafa boðið okkur á leikinn (þótt ég viti að þeir eiga aldrei eftir að lesa þetta og þótt þeir geri það skilja þeir þetta ekki 😉

Svo er það bara vinna um helgina. Árni, Gaui og Aron eru að koma í bæinn á morgun til að fara á Prodigy tónleikana. Spurning hvort þeir gisti nokkuð á Nordica og mar reddi sér miða á þá líka ef mar er búinn snemma í vinnu… HEHE 😉 Annars langar mig ekkert svakalega á þessa tónleika ef ég á að segja alveg eins og er. En mar reynir nú samt að hitta strákana… Þótt það eigi held ég eftir að vera mikið að gera um helgina 🙁

En ég held það sé bara spóla og næsheit í kvöld. Bið að heilsa.