allt crazy…

Nú fara veðurguðirnir hamförum um allt Ísland og er maður að sjá mikið um þetta skrifað á fréttavefjum landsins. Til dæmis sá ég þessa frétt á mbl.is og eyjafrettir.is greindu frá því í frétt hjá sér að þakið sem fauk af IMEX húsinu hafi lent ofan á glænýjum bíl framkvæmdastjóra Ísfélagsins… Ægis Páls. En enginn hefur slasast sem betur fer.

Annars var nú bara brjáluð vinna hjá mér um helgina og er ég nú kominn inní letivikuna… vinna á miðvikudag og fimmtudag og svo helgarfrí. Jeij 😉

Elena systir og Þórir hafa ákveðið að halda innflutningsparty hér á föstudaginn sem kemur sér mjöööög vel þar sem ég er í fríi þessa helga oooooooooog airwaves verða í fullum gangi… Byrja á miðvikudaginn og það er svooo margt sem mig langar að fara og sjá… ég verð eiginlega bara að prenta út dagskrá fyrir sjálfan mig með þeim giggum sem ég bara VERÐ að sjá. Einsog t.d. Sahara Hotnights, Hoffman, Botnleðja, Bang Gang, Dikta, Ensími, Hölt Hóra, Jan Mayen, Manhattan, Maus, Mínus OFL OFL OFL… shit sko… svo má ekki gleyma KK og Keane… þetta verður allsvakalegt myndi ég segja 😉 Svenni og Gulla koma á fimmtudaginn og svo hvíslaði að mér lítill fugl bakkabræðurnir Aron og Gaui ætluðu að láta sjá sig enn eina ferðina í borg óttans þessa helgi 😛 Það er vonandi… allavega þið sem ætlið að koma frá Eyjum mættuð endilega láta mig vita 😉

Annars hef ég voðalega lítið að segja, er alltaf á leiðinni í helvítis klippingu en bara veit ekkert hvert ég á að fara… einhverjar uppastungur? Hef aldrei á ævinni verið með svona mikið hár… 😀
Allavega… later