airwaves & innflutningspartý…

Já nú er sko búið að vera gaman… Airwaves í fullum gangi og fullt af liði úr Eyjum í bænum. Skellti mér eftir vinnu á fimmtudaginn með Árna Óla og Bixie á Nasa þar sem var hörkudagskrá. Þar spiluðu Botnleðja, Úlpa, Ensími og Sahara Hotnights fyrir troðfullu húsi og munaði minnstu að maður hefði ekki komist inn. Sú varð raunin með Bigga Magg þar sem hann kom of seint og fékk ekki að fara inn.. Helvíti óheppinn því þetta voru alveg hreint rooooosalegir tónleikar. Missti reyndar af Botnleðju en strákarnir sögðu að þeir hefðu verið helvíti þéttir. Sá Úlpu sem voru nokkuð góðir og svo steig Ensími á svið og spiluðu fullt af nýju efni með gömlum slögurum á borð við Arpeggiator og Brighter inn á milli… geðveikir. Svo var komið að því sem ég held að flestir hafi verið að bíða eftir þarna… RokkGELLUNUM í Sahara Hotnights…

Ég hef verið að fylgjast með þessari grúbbu síðan snemma á þessu ári, eða þegar ég og Árni ákváðum að skella okkur á Hróarskeldu í sumar. Þær voru einmitt að spila þar og ég ákvað að ná í nokkur lög með þeim og varð strax mjög hrifinn af því sem þær eru að gera og þær voru ekkert að valda mér vonbrigðum þarna á Nasa. Svo svalar og geggjaðar á sviði að það er ekki fyndið. Við vorum alveg að missa okkur… ásamt öllum sem voru þarna. Komu mér virkilega á óvart með sviðsframkomu og trommarinn var svo svalur að við vorum bara eins og smástelpur þarna… grúppíur dauðans 😀

En svo var voðalega lítið í gær sem freistaði manns að sjá á airwaves og plús það voru Elena og Þórir að halda innflutningspartý hér svo mar var bara heima að sötra bjór yfir idolinu og kannski eitthvað fram yfir það 😉 Gítarinn var tekinn upp og var stöðug traffík inní herbergið mitt þar sem ég og Árni héldum uppi stuðinu… ekki það að það hafi margir komist fyrir hér í einu en þetta bjargaðist alveg. Svo eftir að nokkrir kaldir höfðu runnið mjúklega niður inní herbergi var kominn tími til að færa stemmninguna inn í stofu þar sem djammþyrstir vinir og kunningjar Elenu & Þóris biðu… Svo þegar líða tók á nóttina fór fólkið að týnast niður í bæ en ég ákvað að vera bara eftir heima… Vaknaði eldhress að verða 12 í morgun og bara sáttur. Spurning um að fá sér smá mjöður í kvöld… einhverjir bjórar eftir og svo er ein rauðvín inní skáp 😉 Held samt að símanum mínum hafi verið stolið í gær svo ég er ekki aaaaalveg sáttur. Vonast samt til þess að hann liggi hérna undir einhverjum bjórdósunum 😛 Vonandi 😮

En já.. ætla að fara að koma mér í sturtu og heyra í liðinu.