helgin…

Já kannski að mar ætti að segja frá helginni fyrst þetta var nú einu sinni fríhelgi hjá manni. Byrjaði nú á að veikjast þarna á fimmtudagsnóttinni, fékk einhvern ælupestarskít, hita og viðbjóð sem hvarf nú samt sem betur fer á stuttum tíma…

Á föstudeginum fór ég í bíó með Gaua, Steinunni & Bergdísi, krökkum sem ég er að vinna með niðrá Nordica. Við fórum á myndina White Chicks með Wayans bræðrum sem ég verð að segja að eru algjörir snillingar. Þetta er nú engin stórmynd en allavega lá ég í kasti mestmegnis af myndinni af vitleysunni í þeim 😀 Gef þessari mynd 3 stjörnur fyrir húmor 🙂 Svo kíkti ég bara á rúntinn með Bergdísi og eftir það var haldið heim… Magni kall hringdi í mig þar sem hann sat og sötraði bjór á Café Katalínu (rétt skrifað? 😉 og hljómaði lagið Vertu þú sjálfur í bakgrunn… langaði helvíti mikið að kíkja á hann en þar sem maður er fátækari en hestur gat maður það ekki, svo ég fór bara að sofa.

Svo fóru bæði gærdagurinn og dagurinn í dag bara að hanga heima í tölvunni og gera ekki rass… 😛 Jú ég náttlega kom þessari blessuðu síðu upp í dag… til hamingju ég! En svo er það bara vinna á morgun og hinn… og svo vinnuhelgi framundan… Það verður ágætt, svo bara eyjar helgina eftir það… vinna fyrir pabba þar sem hann er nú aðfara að halda árshátíð Ísjakans, sem btw verður stærri með hverju árinu. Nú er bónusvideo komið inní þetta dæmi líka 🙂 En já, bið að heilsa ykkur öllum út í Eyjum og hlakka til að hitta ykkur eftir… tæpar 2 vikur 😉