Untitled

Jæja sælt veri fólkið! Þá hefur vöktum verið formlega slitið og fer því þessari blessuðu loðnuvertíð að ljúka… því er nú verr og miður þar sem ég bjóst nú við aðeins lengri tíma og meiri pening 😮 En svona er þetta bara… mar fær ekki allt sem mar vill. Voðalega lítið búið að ske hjá mér þennan mánuð nema bara vinnavinnavinna… Og ég held ég geti alveg fullyrt það að ég væri ekki hér í dag ef ekki væri fyrir X-ið 977 og alla þá frábæru þætti sem eru á þeirri útvarpsstöð, og þess vegna langar mig til að votta smá respect hérna til eftirtalinna þáttastjórnenda:

1. Sigurjón Kjartansson & Jón Gnarr (Tvíhöfði) – Þeir sneru aftur eftir 2 ára ‘pásu’ og hafa aldrei verið betri… björguðu næturvöktunum hjá manni 😉

2. Freysi (Síðdegisþáttur Freysa) – Þvílíka andskotans snilldin… þessi maður er mitt idol og ef ég væri á leiðinni í útvarp myndi ég apa allt eftir þessum manni… neitendahornið, símatíminn og flóamarkaður freysa… allt stök snilld og fær mann alltaf til að hlæja. Án efa skemmtilegustu vaktirnar frá 12 – 20 þegar hann er í loftinu 😛

3. Doddi litli (Á kantinum) – Doddi sneri aftur á Xið eftir 2 ár í ruglinu einsog stendur á heimasíðunni hjá þeim… algjör snillingur og spilar góða tónlist. Trailerarnir fyrir þáttinn hans eru án efa þeir allra bestu… (þið sem hlustið á X-ið vitið hvað ég meina 😉

Þannig er nú það… en já ég held eitthvað áfram að vinna hjá Ísfélaginu í hinu og þessu og spurning hvort mar finni einhverja aðra vinnu… það verður bara að koma í ljós. Svo erum ég og Yernman lokið við að borga bæði flugið út í sumar og aftur heim og einnig voru Hróarskeldumiðarnir að koma í hús !!! Algjör snilld… Það sem ákveðið er hjá okkur allavega er að við förum út 15. júní… fljúgum til London og verðum þar í nokkra daga, skoðum borgina og svona og gistum hjá Þórhalli stóra bró. Þaðan verður svo ferðinni heitið eitthvað annað en það er ekki alveg komið á hreint, Ítalíu, Frakklands, Tékklands… margt sem kemur til greina. Svo þegar við höfum skoðað alveg heilan helling og ferðast fullt endum við þetta allt saman á Hróanum þar sem við munum hitta Hjört, Bixie og vonandi fleiri 😉 Þannig að já… mig er farið að hlakka svolítið til sumarsins… get ekki sagt annað 😛

Annars fer ég nú bara að kalla þetta gott… ætla að finna mér einhverja mynd til að specca og skella mér svo í háttinn… Langar að benda ykkur á síðuna hans Árna Óla, en hann er orðinn helvíti iðinn við að henda inn myndum af hinu og þessu sem hann er búinn að taka í gegnum tíðina… helvíti skemmtileg síða orðin 😉

Allavega… laters

Skemmtileg staðreynd: Bandarísk flugfélög spöruðu tæpar 4 milljónir króna árið 1987 þegar þau ákváðu að taka eina ólívu úr öllum salötum framreyddum á fyrsta farrými…