Untitled

Það er ekki annað hægt en að brosa eftir svona helgi… Byrjuðum að djúsa á föstudaginn hjá Árna Óla en vorum fljótlega komnir yfir til Bixie þar sem var komið saman ágætis mannskapur… Ég og Árni vorum samt orðnir helvíti svangir og ákváðum að skella okkur niður á Pizza67 og fá okkur að éta, og hittum við þar Ólöfu sem var þá nýkomin með Herjólfi. Fengum okkur að éta og fórum svo heim til hennar þar sem hún var nú ein heima… haldið áfram að sötra þar og var mar orðinn nokkuð hífaður þegar ákveðið var að fara á Keisarann… það var einsog alltaf… stemmarinn fór niður um helming og mar var kominn heim… uhhh ég man ekki hvenær 😛

Þá kemur að snilldinni… HIPPABALLINU… dagurinn byrjaði það vel að ég missti af ríkinu og átti 2 bjóra. Það var ekki lengi að reddast þar sem góðir vinir eru gulli dýrmætari… 😉 Svenni átti rúman hálfan kassa eftir gærkvöldið og Árni átti 1.5 líter af rauðvíni… algjör snilld. Við vorum nú samt soldið þunnir og slappir framan af degi en það var ekki fyrr en Árni kom með þá hugmynd að skella okkur bara niðrá netaverkstæði hjá pabba hans og fara að skera af nokkrum netum að við fórum aðeins að hressast. Tókum bjórinn með þarna niðureftir og vorum þar í dágóðann tíma og bjórinn rann niður ;D eftir um 2 tíma fórum við aftur heim til árna og þá var klukkan að verða 10 um kvöldið. Við áttum eftir að redda okkur fötum fyrir hippaballið og skelltum okkur strax í það… Ég vil þakka Árný og Óla kæralega fyrir lánið á fötunum sem btw voru algjör snilld. Ekki skemmdi fyrir að eiga rauðu gæruna síðan á Þjóðhátíðinni 2002 😀 Og stærstu gleraugu á norðurhveli jarðar þakka ég henni móður minni fyrir… Settumst svo niður og horfðum á Jimi Hendrix, The Doors og Placebo (pleisbó 😉 á DVD diskum sem við keyptum fyrr um daginn… algjör snilld. Svo var förinni heitið uppí Höll þar sem við tók stanslaust djamm og læti til kl eitthvað rúmlega 5 en þá var lítill Einir búinn að fá nóg og yfirgaf svæðið… Hitti milljón manns og það var alveg troðið í Höllinni… langskemmtilegast þegar er opið upp. Mesta stemmningin þar… annars ætla ég að taka djammstjörnugjöfina aftur upp fyrir þetta einstaklega skemmtilega djamm…

Djammstjörnugjöf Einis:

Svo var það bara þynnkuvibbi í gær og er mar eiginlega bara rétt búinn að ná sér af því ógeði 😀 En ég held þetta sé alveg fyllilega þess virði… vinnuvikan tekin við og svo er Árni Óli að reyna að fá mig með sér til London í páskafríinu í 3-4 daga… það er greinilega ekki nóg fyrir hann að fara í 3 vikna túr um Evrópu í sumar… mar sér til hvað mar gerir… mig er farið að langa soldið allavega 😛 Og mig langar líka soldið á Reading þar sem hljómsveitir á borð við The Darkness, White Stripes og Franzarinn verða… en mar getur ekki gert allt sem mar vill 🙁 Spá í að slútta þessu áður en þið deyið úr leiðindum… 😛

Skemmtileg staðreynd: Súkkulaðikexið (Chocolate Chip) var fundið upp árið 1933.