Untitled

Jæja… það rættist bara ágætlega úr gærkvöldinu. Fór í afmæli til Gísla kl. 7 og bauð hann fólkinu í mat og alles. Borðin svignuðu undan geggjuðum kjúllaréttum og fullta f meðlæti. Mar át sig pakksaddan og svo var farið inní stofu og spjallað um allt og ekkert… þá fóru fleiri að streyma í afmælið og fór að myndast þessi líka fína stemmning. Þá var kominn tími á smá gítarstemmara þar sem fólki var farið að langa til að syngja… Héldum okkur í þvílíku fjöri hjá gísla til svona 3 hálf 4, en þá var ákveðið að skella sér bara á Lundann þar sem sixties voru að spila og var svona bara lala þar þangað til Hildur Dögg, Ólöf og Birna og fleiri létu sjá sig og þær drógu mann á dansgólfið 😉 Svo endaði þetta bara eftir lundann þar sem við fundum ekkert pleis til að fara á… Fínasta kvöld og er langt síðan mar hefur séð margt af þessu fólki hjá Gísla, alltaf gaman að svona. Vil þakka öllum sem ég var með í gær fyrir frábært kvöld… þetta hefði ekki verið eins án ykkar (HEHE no shit 😉 Þess má einnig geta að Hannes snillingur náði í myndavél pabba sín og tókum við nokkrar myndir í afmælinu en kortið í vélinni var ekki nema 16mb svo þetta eru ekki margar myndir… bíð bara eftir að Hannes sendi mér þetta og þá hendi ég þessu hér inn 😉

Annars er bara lítið að frétta… ennþá bara atvinnuleysi og vesen og mar löööööngu kominn með svo alltof mikinn viðbjóð á þessu öllu að hálfa væri nóg. Annars er soldið sem gæti bjargað þessu… erum í smá viðræðum við menn sem þekkja aðra menn sem vinna með gaurum sem eru skyldir peyjunum sem eiga nóatún verslanirnar… neeeee… en það er bara vonandi að það rætist úr þessu… langar að fara að VINNA.

Spurning hvað mar gerir í kvöld… spá í að kíkja á rúntinn svona til tilbreytingar. Fer eftir hvernig heilsan hjá fólkinu verður 😉

Annars bið ég bara að heilsa í bili.

Skemmtileg staðreynd: Vísindamenn með háhraðamyndavélar hafa komist að því að regndropar eru ekki í laginu eins og tár heldur frekar eins og hamborgarabrauð.