Untitled

Jæja, haldiði að kallinn hafi bara ekki drifið sig í þrekarann í dag og hef ég lofað sjálfum mér að koma mér inní prógram bráðlega þar sem ég fann að þetta var eitthvað sem mig vantaði algjörlega 🙂 Var lengi vel að þreka með Svenna félaga en það slitnaði eitthvað uppúr því fyrir 1 og hálfu ári síðan eða svo. Algjör snilld þegar mar er búinn að taka vel á… hef ekki verið jafn sáttur við sjálfan mig lengi og leið alveg heví vel! Var búinn að steingleyma hvað þetta var gott. Ég, bixie, og Hlynsi (sem er btw að fara að opna glænýja heimasíðu bráðum…. keypti sér lén og læti bara 🙂 ætlum að reka á eftir hvor öðrum til að við höldum okkur nú við efnið 😀 En já… þetta var ekkert smá hressandi… nú er bara að finna sér prógram við sitt hæfi og byrja bara aftur hægt…

Annars er ég að fara á annað lan á morgun (eftir) en það verður haldið Battlefield lan í Eyverjasalnum um helgina… sem við vorum að klára í kvöld að gera allt til í… þá erum við að tala um að við sópuðum, þrifum, skúruðum og ég veit ekki hvað… nokkuð stoltur af okkur peyjunum 😀 En já… þetta verður örugglega fínasta lan þar sem 23 – 24 manns eru skráðir og allir í rífandi gír fyrir það… (nema biggi HEHE 😉 annars var ég að sjá að ég er að fá heimsóknir frá 2 eyjabloggurum sem ég hafði ekki hugmynd um að væru að blogga og eru það þær stöllur Hanna Guðný & Anna Fríða… ég bætti þeim að sjálfsögðu í bloggaralistann og minni þá á sem eru að fara að byrja að blogga eða eru að blogga en eru ekki í listanum hjá mér að láta mig endilega vita 😛

Annars ætla ég bara að fara að kalla þetta gott og reyna að sofna bara… orðinn alveg hundleiður á þessu atvinnuleysi og spurning hvort mar fari ekki bara að sækja um í Kárahnjúkum… er reyndar ekkert hlaupið að þeirri vinnu víst einusinni… :/ mar veit ekki hvað mar gerir… bíða eftir loðnunni held ég bara…

Skemmtileg staðreynd: Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem æfir í líkamsræktarstöð með bláum sal geta lyft meiri þyngdum en aðrir… (wtf?)