Untitled

Þá er mar kominn heim af þessu blessaða lani og verð ég bara að segja einsog er, ég var búinn að gleyma hvað þetta er skemmtilegt 😛 Vorum um 20 manns niðrí Eyverjasal í góðum fíling og var BF1942 spilaður mikið auk þess sem við spiluðum Call of Duty og Age of Empires II. Svo var náttlega dl tími þegar lanið var að klárast og nýtti maður sér það og náði í nokkrar bíómyndir og þætti hjá hinum og þessum… Vil þakka öllum fyrir skemmtilegt lan og vonandi að þetta verði haldið aftur sem fyrst 😉

Annars var lítið gert um helgina… á laugardagskvöldið fórum ég og Árni reyndar heim til hans og fengum okkur smá rauðvín, spiluðum á gítar og spjölluðum um hitt og þetta langt fram á nótt milli þess sem Árni kom með einhverjar veigar. Heyrði í cazternum sem var á Lundanum og sagðist hann ætla að kíkja á okkur. Hann lét ekki sjá sig og þegar ég prófaði að hringja í hann kom í ljós að hann og bixie drifu ekki lengra en heim til bixie’s þar sem þeir svo drápust… þeir fara alveg að komast í landsliðið ;D

Hitti einmitt Gísla Stefáns á föstudaginn og sagði hann mér frá því að hann væri að fara að halda afmæli næstu helgi enda að verða tvítugur helvítið á honum 😉 Þannig að mar hefur eitthvað til að hlakka til næstu daga á meðan mar bíður eftir þessari helv$(/$”# loðnu sem ætlar ekki að fara að láta sjá sig… Týpískt að hún komi svo akkurat næstu helgi… hver veit 😛

Þessi mynd við þetta blogg er bara alveg útí bláinn nema fyrir það að þetta eru Happy tree friends sem er algjör snilld… náði í nokkra þætti á laninu og er þetta alveg drepfyndið 😛 Kíkið á þetta á happytreefriends.com.

Takk fyrir og góða nótt

Skemmtileg staðreynd: Allir veðhlaupahestar í Bandaríkjunum halda upp á afmælið sitt sama dag, 1. janúar.