Untitled

Djöfull er farið að styttast í Muse tónleikana mar…! Hlakkar ekkert smá til. Tekur sér frí í vinnu miðvikudag og jafnvel fram á föstudag í næstu viku til að starta jólagjafakaupunum kannski bara í vík reyksins. Það á samt allt eftir að koma í ljós 🙂 Svo er pabbi búinn að biðja mig að gera heimasíðu fyrir Ísjakann þar sem kallinn var nú að bæta við allskonar þjónustu, steikum, 200gr hamborgurum, heimsendingu og fleiru… spurning hvort mar komi henni bara ekki í gagnið í jólafríinu. Já vá nú fer að líða að jólum… mar þyrfti eiginlega að fara að jólaskreyta þessa blessuðu síðu… ég er allavega ekki alveg að komast í jólaskapið eins og er. Kannski það sé sú staðreynd að ég verð á síldarvöktum örugglega bara til 21. desember… Svo eru víst alltaf einhverjir sem eru alfarið á móti þessu jólaskrauti. Mér finnst þetta bara gott mál, að lýsa svona upp skammdegið. En nóg um það…

Baggalútur.is er nú búinn að gefa út jólalagið fyrir þessi jól og er það eins og svo oft áður… algjör snilld. Svo mikil snilld að Geir Geirsson, leigubílstjóri, pissaði í sig af hrifningu yfir laginu. Lagið getiði sótt hingað. Og djöfull ætla ég að vona að það verði ekki langt í það að Íslendingar feti í fótspor Svía í lagasetningu þeirra gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að senda þennan andsk#”$/&”#$ ruslpóst! Svíar hafa nú samþykkt lög þess efnis að sekta megi sendendur ruslpósts í Svíþjóð um 5 milljónir sænskra króna eða um 50 milljónir íslenskra króna. Þetta er alveg löngu orðið þarft um allan heim held ég… allavega er ég orðinn mjööög pirraður á þessum helvítis ruslpósti sem er endalaust að streyma inn.

En jæja… jaxlaboltinn í kvöld svo það er best að fara að hita upp til að stúta þessum ‘gömlu skápum’ 😉

Chao

Skemmtileg staðreynd: Aðeins er hægt að finna bragð af mat ef hann blandast munnvatninu í manni.