Untitled

Nú er komið að því… Herjólfur í fyrramálið og Muse annað kvöld! Eftirvænting og spenna lýsa ástandinu sem ég er í núna og er það kannski ein ástæðan fyrir því að ég er ekki alveg á leiðinni að fara að sofa 😉 Á reyndar eftir að pakka, en hverju á mar svosem að pakka fyrir dagsferð? Jú, ég tek einhver aukaföt með til öryggis. Nokkuð feginn að það varð ekki úr vaktinni sem ég átti að fara á kl 19:30 í kvöld og hefði þá orðið til 7:30 og farið svo beint í Herjólf… jukk.

En svona er planið einsog er:

– Klára að pakka & sofa smá

– Vakna & fara 1000 sinnum yfir hvort ég sé að gleyma einhverju eins og vanalega

bixie kemur og sækir mig á kagganum og við förum í jólfinn.

– Komum í borg óttans um hádegið, fáum okkur að éta og skjótumst svo í ríkið.

– Opnum fyrsta bjórinn og störtum fjörinu stuttu eftir það…

– Opnir fyrir öllu fram að tónleikum…. 😉

– Tónleikar og tilheyrandi!

– Vá þetta er alltof planað… nú er bara djamm! 😀

Ég ætla að taka með mér myndavélina þannig að ég mun smella af kannski einsog fjórum eða fimm myndum… 😛 Þá er bara að klára að pakka og drífa sig svo í háttinn svo mar vakni nú ‘ferskur’ í Herjólf í fyrramálið. Bið að heilsa ykkur sem verðið eftir á Eyjunni og gangi ykkur vel í prófunum… Ég er farinn 😉

Bæjó.

Skemmtileg staðreynd: Söngvarinn Alice Cooper fékk einu sinni lifandi hænu í sig þegar áhorfandi kastaði honum uppá svið, hann hins vegar kastaði hænunni aftur í áhorfendurna og umfjöllunin sem hann fékk eftir þetta í fjölmiðlum gerðu hann mun frægari en hann var.