Untitled

Jæja þá er mar kominn heim af einum rosalegustu tónleikum síðari ára! Þvílík stemmning og gríðarlegur hiti var í liðinu fyrir þessa tónleika og ég held ég geti alveg staðfest það að það varð enginn fyrir vonbrigðum með þá. Muse eru snillingar og því skal enginn neita. Þvílíka hrúgan af fólki sem var þarna og ekki séns að ég hefði hætt mér meðal þeirra fremstu, enda ekkert verra að vera aðeins aftar þar sem ég var hærri en flestir sem voru fyrir framan mig (ég er ekki að djóka! haha 😉 þannig að ég sá bara nokkuð vel á sviðið. Ég og Jónas vorum gjörsamlega að missa okkur þarna og var þetta endalaus skemmtun bara. Eftir tónleikana hitti ég svo Sveinbjörn og við fórum með Arndísi vinkonu á kaffihús. Fengum okkur kók og nachos þar og svo var bara haldið heim á leið, dauðþreyttir… en mjöööög ánægðir 😉 Það var þó einn mínus við þessa tónleika (en það voru þó ekki þeir í Mínus, ha ha ha ;)… en það var það að ég missti myndavélina þegar ég var að fara að smella fyrstu myndinni af Muse. Það vildi svo ‘óheppilega’ til að Krissi kom og heilsaði mér með slíkum látum að ég hreinlega missti vélina í gólfið og linsan brotnaði af… þannig að ég á engar myndir af þessum tónleikum, en nóg er af myndum úr fyrirpartýinu sem haldið var heima hjá Gulla & Aroni hér… þetta var mín fyrsta heimsókn til þeirra félaga og vonandi ekki sú síðasta þar sem þetta var algjör snilld, kannski einum of ‘crowded’ en samt sem áður… snilld 😉

Djammstjörnugjöf Einis:

En já þessi ferð var sannarlega þess virði að fara næstum því 2 ferðir með herjólfi á 2 dögum… en við misstum af herjólfi í morgun þar sem einn ónefndur svaf eins og Þyrnirós 😉 En það varð bara til þess að við tókum flug heim eins og greifar og fengum þess í stað smá tíma til að skoða jólagjafir og fá okkur að éta í hinni alræmdu Kringlu. Fínasti endir á stuttu en frábæru ferðalagi til borgar óttans. Ég vil þakka öllum sem ég var að djamma með fyrir geggjað fjör og einnig vil ég þakka Muse fyrir frábæra tónleika, Arndísi fyrir skutlið, Gulla og Aroni fyrir partýið, Kjarra fyrir bjórinn, Gísla fyrir kossinn… neeeee 😉 En allavega… þetta var rosalega gaman 🙂 Jæja, kominn tími til að drulla sér í fótboltann.

Chao

Skemmtileg staðreynd: Ég er of latur til að leita af skemmtilegri staðreynd en þetta.